Skírnir - 01.04.1989, Page 53
SKÍRNIR UM ÁSTHNEIGÐ í BÓKMENNTUM
47
Þið eigið ekki að vera að ræða endalaust um sálina og andagift-
ina.
Listafólkið varð hálf hvumsa við og hváði.
Þá kom hann með þessa skýringu:
Það er vegna þess að það er ekki hægt að pota í sálina.
Auðheyrt var hvað hann átti við með orðinu „pota“. Og vegna
þess að gáfufólkið var ekkert venjulegt fólk fannst því þannig við-
horf vera nazistískt og ekki til eftirbreytni. Það sæti enn á kaffihús-
inu og ræddi um sálina, komið fram á elliár, ef húsið hefði ekki ver-
ið rifið ofan af því. Dæmið er líka um það hvað það er fjarri íslensku
menntafólki að langa til að leggjast undir veruleikann og viður-
kenna ásthneigð hans.
I bókmenntum er helst fjailað á opinskáan hátt um þá ásthneigð
sem bærist innra með fólki af gagnstæðu kyni. Það er nokkurn veg-
inn þolað að henni sé lýst bæði í aðalatriðum og smáatriðum, en þó
með upphöfnu málfari. Þrátt fyrir frelsið sem slíkar bókmenntir
hafa notið eru þær að mestu fölsun á veruleikanum og ósannar,
enda birtist nærri einvörðungu í þeim óskhyggja karlmannsins,
sem hefur stjórnað samfélaginu og siðferði þess, að minnsta kosti
á yfirborðinu, og ræður beitingu penna og penis. Engin furða er að
konur finni sig ekki í lýsingum í slíkum bókmenntum, en þar kem-
ur ýmislegt annað til en rangtúlkun á konunni og hrein óskhyggja
karlmannsins varðandi hana, eins og sú ástæða sem er viðurkennt
feimnismál: samsæri þagnarinnar um eðli karlmannsins sem hefur
tekist að dylja veruleika sinn allt frá sköpunarsögunni - í krafti þess
valds sem konan hefur gefið honum strax í uppeldinu - með því að
beina athyglinni látlaust frá sjálfum sér að konunni. En ef hulunni
er svipt af áhuga hans á konunni að feluleik hans um sjálfan sig
verður auðsætt að lýsingarnar er felumynd þess sem lýsir en ekki
rétt mynd þeirrar sem lýst er. Ástæðan fyrir þessu er sú að það eru
ekki bara konur sem lifa í reynsluheimi sínum og komast lítið út
fyrir hann, heldur á það sama við um karlmenn og sérhvern lifandi
einstakling. Allir menn eru strangt tekið heimur út af fyrir sig,
heimur sem heldur uppi og þrífst á misvitrum getgátum um heim
annarra. Þegar ég segi að karlrithöfundurinn dragi athyglina frá
duldu eðli sínu, með því að þykjast vera að gera konuna að eilífu
viðfangsefni, eins og hún væri ekki brot af honum sjálfum heldur