Skírnir - 01.04.1989, Page 55
SKÍRNIR UM ÁSTHNEIGÐ í BÓKMENNTUM
49
öðrum viðhorfum bregður fyrir, eins og til að mynda í bandarísk-
um samtímabókmenntum, þar sem ástir samkynhneigðra hafa ver-
ið gerðar að markaðsvöru, þá er samlíf einkum karlmanna vafið
rósrauðri væmni í bland við voðalegan tillafítus: kynfæri karl-
mannsins eru gerð að tákni fyrir heild hans sem mannveru. Hann
kemst ekkert út fyrir reð sinn og er frjáls fangi í dyflissu kynfæra
sinna. Reyndar er þetta líka einkenni fyrir hvers kyns klámbók-
menntir og miklu algengara í hugarheimi dagfarsprúðra manna í
daglegu lífi en fólk vill viðurkenna.
Hægt er að segja fátækt slíkra bókmennta til afsökunar, ólist-
rænum draumskrökum þeirra, að í flestum löndum er samkyn-
hneigð ofsótt, bæði af þjóðfélaginu sem heild og með einkafram-
taki söguburðarins, en hún er velþegin sem skrípamynd. I Þýska-
landi nazismans voru menn líflátnir vegna hennar. Hún er ofsótt í
löndum sósíalismans, menn eru fangelsaðir fyrir hana á Kúbu, lim-
lestir í Kína og Iran og urðu að þola endurhæfingu og snúning til
kvenna (alltaf er verið að gera þeim til hæfis!) í fangelsum á Spáni í
tíð Francos með lögunum um „þjóðhættulega flækinga og afbrota-
menn“. Þetta hefur ekki verið beinlínis til að örva frelsi sannleikans
á þessu sviði mannlegs lífs og bókmennta.
Þriðja afbrigði af ásthneigð er ennþá leyndara og hefur verið
haldið úti í dimmustu skúmaskotum mannsandans, það er sú
hneigð sem er næstum einvörðungu huglæg, þótt líkamlegar
undantekningar séu til: ást lifandi manna til dauðra.
Að lokum er svo ást manna til dýra, sem getur bæði verið huglæg
og líkamleg, löngun til samfara við þau.
Tveimur síðastnefndu afbrigðunum bregður aðeins fyrir sem
skyndimyndum í skáldverkum. Þeim eru sjaldan gerð tæmandi skil
eða reynt að komast að duldum orsökum ásthneigðar af þessu tagi.
Slíkt feimnismál er hún, þótt flestum hafi flogið í hug einhvern tíma
á lífsleiðinni að hafa samfarir við dýr og litið hafi verið á hegðun
þeirra sem fordæmi í kynfræðslu okkar og sveitamenn hafi oft
sterkari hneigðir til kúa sinna en eiginkvenna.
Það leikur enginn vafi á því að maðurinn fannst fyrir löngu,
næstum því allur, en sú dirfska að þora að segja frá eðli hans er að-
eins á færi óskammfeilnustu, djörfustu og harmsögulegustu rithöf-
undanna, sem hafa tíðum farið illa út úr lífinu. En þeim hefur samt
Skírnir - 4