Skírnir - 01.04.1989, Page 57
SKÍRNIR UM ÁSTHNEIGÐ í BÓKMENNTUM
51
og lagðist ofan á hann og reyndi að hafa samfarir við hann. Ekki
líkaði guði þessar aðfarir, enda hafði hann meðfædda fordóma.
Hann sá að skugginn sneri öfugt við Adam, enda lá hann á grúfu á
jörðinni og Adam ofan á honum að skaka sér. Guð leit á þetta sem
smánarlega og örgustu öfughneigð. Hann skildi ekki hvernig jafn
spillt sköpunarverk gæti verið komið úr algerlega óspilltu orði
hans. Svo illgirnin kom upp í honum og Adam til háðungar og
kvalar skapaði hann Lilit og límdi þau saman á bökunum. Þau
sneru bökum saman og gátu þess vegna ekki haft samfarir, en þær
taldi guð vera andstyggð, eftir að hann sá Adam hökta á skugga
sínum. Nú þegar Adam fann að eitthvað spriklaði fjörlega aftan á
honum, greip hann girnd til sporðakastanna. Hann hamdi sig ekki
og grenjaði. Þegar guð sá sársauka hans færast í aukana, kvalræðið
sem ekkert læknaði, fann hann til meðaumkunar með sköpunar-
verki sínu. Hann greip í skyndi sverð réttlætis síns og skildi Adam
og Lilit sundur. Um leið og Lilit varð frjáls réðst hún á Adam, log-
andi af fýsn og hafði hann undir sig. Að svo búnu hafði hún mök
við hann með slíkum krafti og kvenlegum ofsa að Adam þótti karl-
mennsku sinni vera misboðið og hann varpaði Lilit frá sér. Hann
vildi ekki fá hana upp á sig, eins og hann hafði farið upp á skugga
sinn.
I þessu ljósi skapaði guð Evu úr rifbeini Adams og hún var bein
af beinum hans og þar af leiðandi ekki sköpunarverk sprottið af
sjálfstæðri sköpunarþrá eins og Lilit. Ogþarhefur hnífurinn staðið
síðan í kú kristinna viðhorfa til konunnar fram á tíma okkar.
Ofansögðu til stuðnings þýði ég lauslega og dreg saman brot úr
Lilít e altri racconti eftir Primo Levi (Giulio Einaudi editore, Tor-
ino 1981, bls. 18-24).
Af ásettu ráði lögmála á sviði listanna, ímyndunaraflsins og
sköpunar, fremur en vegna tryggðar við raunveruleika vinnubúð-
anna í Auswitz sem Levi var varpað í, lætur hann vera þar rigningu
og svæðið er vaðandi í leðju, andrúmsloftið þrúgað af angist og
innilokun sem er einkennandi fyrir það þegar ímyndunaraflið fær
muldrinu form og lætur það brjótast út í sköpun. Langarnir í sög-
unni líta í kringum sig og sjá hvar Gyðingakona situr inni í víðu
röri og fléttar eggjandi hárið, og þá gef ég Levi orðið: