Skírnir - 01.04.1989, Síða 58
52
GUÐBERGUR BERGSSON
SKÍRNIR
„Þetta er Lilit, sagði Tischler allt í einu.
- Þekkir þú hana? Heitir hún þetta?
- Eg þekki hana ekki en ber kennsl á hana. Þetta er Lilit, fyrsta
eiginkona Adams. Kannastu ekki við söguna af Lilit?
Ég þekkti ekki söguna og hann hló af samúð: alkunna er að allir
Gyðingar Vesturlanda eru Epikúrar, „apicorsím“ - trúleysingjar.
Síðan hélt hann áfram:
- Ef þú hefur lesið Biblíuna vandlega manstu að sagan um sköp-
un konunnar er sögð tvisvar, á tvennan hátt. En kennslan hjá ykkur
í hebresku er harla lítil eftir þrettán ára aldur, og þá er úti um . . .
- Já, hún er sögð tvisvar, en seinni frásögnin er bara athugasemd
við þá fyrri.
- Það er rangt. Sá sem gægist ekki undir yfirborðið heldur það.
En líttu á, lesirðu vandlega og hugleiðir það sem þú lest, tekurðu
eftir að í fyrri frásögunni er sagt: „Guð skapaði manninn og kon-
una.“ Þetta merkir að hann skapaði þau jöfn, úr sama rykinu. Á
næstu blaðsíðu segir samt að guð hafi skapað Adam. Síðan ákveður
hann að ekki sé gott fyrir manninn að vera einn og tekur rifbein úr
Adam og mótar úr því konu; réttara sagt „Mánnin" — kven-mann.
Þarna sérðu að jöfnuðurinn er úr sögunni. Til er fólk sem trúir að
ekki sé bara munur á sögunum heldur hafi konurnar verið ólíkar,
að fyrri konan hafi ekki verið Eva búin til úr rifbeininu, heldur
Lilit. Sagan um Evu hefur verið skráð og er alkunn, en sú um Lilit
er aðeins til munnleg, svo fáir þekkja hana - eða þær í rauninni, því
að sögurnar eru margar. Ég skal segja þér nokkrar þeirra, enda eig-
um við afmæli og það rignir og hlutskipti mitt í dag er að segja frá
og trúa, en að þessu sinni ert þú hinn trúlausi.
Fyrsta sagan segir að Herrann hafi ekki aðeins gert manninn og
konuna jöfn, heldur hafi hann mótað eina mannsmynd úr leðju - í
rauninni Golem, form og formleysu í senn. Þetta voru tvær verur
límdar saman á bakinu: karl og kona sem höfðu þá þegar verið
tengd. Síðan aðskildi hann þau með sverðshöggi, en þau þráðu að
ná saman á ný og Adam vildi að Lilit legðist á jörðina. Það vildi hún
ekki heyra: hvers vegna skyldi ég vera undir? Erum við kannski
ekki jöfn? Við erum tveir helmingar gerðir úr sama efni. Adam
reyndi að beita hana valdi, en þau voru svo jöfn að kröftum að hon-