Skírnir - 01.04.1989, Page 60
ÚLFAR BRAGASON
„Hart er í heimi, hórdómr mikilla
Lesið í Sturlungu
I
STURLUNGAÖLD hefur fengið ill eftirmæli í íslandssögunni fyrir
hernað, vígaferli, órétt, yfirgang og hvers konar siðleysi.1 I þjóð-
ernislegri söguritun hefur Sturlungaaldarmönnum sérstaklega ver-
ið legið á hálsi fyrir að afsala sér sjálfsforræði í hendur Noregskon-
ungi á árunum 1262 til 1264. Magnús Helgason komst svo að orði
um aldarfarið í erindi:
Það er alkunnugt, að Sturlungaöldin var voðaöld, lagar öll í blóði; hver
höndin upp á móti annarri; ástríðurnar æstar og taumlausar; allri bölvun
borgarastyrjaldar steypt yfir þetta land; innlendir höfðingjar berast á bana-
spjót, en erlendur konungur hefur tangarhald á þeim og situr um að ná frá
þeim og þjóðinni dýrmætustu sameign þeirra, frelsi og sjálfstæði landsins.
[.. .] Sjálfstæði þess fór þar forgörðum, kyrkt í vélráðum, kæft í blóði. Að
því leyti er sú öld landsins mesta ógæfuöld, og það hörmulegast að verða að
játa, að þetta voru sjálfskaparvíti, þjóðin sinnar ógæfu smiður [...] Eg verð
[. . .] að eyða nokkrum orðum að siðspillingunni. Hún blasir við augum í
þjóðlífinu, bæði hátt og lágt. I hjúskap og heimilislífi virðist lausung mikil,
hórdómur, frillulífi og hjúskaparrof. Gengu mestu og ágætustu höfðingjar
landsins þar á undan með illu eftirdæmi.2
Sturlungusafnið var aðalheimild Magnúsar fyrir þessum óvæga
dómi. En það er einmitt ætlunin að fjalla hér á eftir um lausung
Sturlungaaldarmanna í kynferðismálum eins og hún birtist í sagna-
safninu, athuga hvernig nokkrir af höfundum frásagna þess litu á
siðferði tímans og benda jafnframt á að dómar nútímafólks um
kynferðismál þeirrar tíðar manna enduróma einatt skoðanir þess-
ara höfunda.
Magnús Helgason er ekki einn um að hafa lagt áherslu á siðspill-
ingu Sturlungaaldar og talið hana meðal orsaka fyrir því að Islend-
ingar gengu Noregskonungi á hönd. I aðfaraorðum að Sturlungu