Skírnir - 01.04.1989, Page 63
SKÍRNIR
HART ER I HEIMI . . .
57
Sturlungu villti mönnum gjarnan sýn: „Höfundarnir leggja sjaldan
sjálfir dóm á menn eða málefni, heldur láta lesendum það eftir.“10
Taldi hann að sögurnar væru engu síður mótaðar af lífsskoðunum
og viðhorfum höfundanna til atburðanna sem þeir segja frá. Þó
áleitjónSturlungu ómetanlegaheimild um 12. og 13. öld endafjalli
sagnaritararnir oftast um samtíð sína eða nærliðna atburði.11 Aðrir
sagnfræðingar hafa einnig verið þeirrar skoðunar að sögur Sturl-
ungu, svo langt sem þær ná, birti í meginatriðum sanna mynd af
samfélaginu á þeim tíma.12
Nú er orðið „saga“ a. m. k. tvíþætt: merkirhvorttveggja, atburði
sem gerst hafa og frásögnina um þá. Sturlunga er bæði heimild um
12. og 13. öld og vitnisburður um hugmyndir sagnaritaranna og
verk þeirra. Það er því vart unnt að nota Sturlungu sem heimild um
atburði og samfélag nema athuga um leið eðli frásagnanna, hvernig
höfundarnir túlkuðu samtíð sína og, ef kostur er, hvaða þjóðfélags-
aðstæður skópu skoðanir þeirra og hvöttu þá til að skrifa.13
Aður en dregnar eru ályktanir af Sturlungu um hjúskap og frillu-
lifnað þarf að athuga hvaða hlutverki frásagnir um þau efni gegna í
safninu og setja hjónabönd, frilluhald og barneignir í samband við
aðra atburði. Sturlunga gerir grein fyrir auknu höfðingjavaldi og
höfðingjaríg, hernaði og vígaferlum, deilum kirkju og höfðingja og
vaxandi erlendum áhrifum. Hvernig blandast hjúskaparmál og
kynlíf inn í þessa atburðarás? Hafa aukið höfðingjavald og flokka-
drættir í för með sér frillulifnað? Hvaða viðhorf koma fram hjá ís-
lensku höfðingjunum til hjúskapar? Eru þau svipuð og valda-
manna annars staðar í álfunni? Hafa skoðanir kirkju um helgi
hjónabandsins áhrif á atburði eða lita þær frásagnirnar? Var hjú-
skaparsiðferði höfðingjanna verra en annarra? Var það þess vegna
eða af öðrum sökum sem kirkjan virðist einkum hafa álasað þeim
fyrir siðleysi, eins og kemur fram m. a. í fornbréfum? Hvað má
marka af frásögnunum um sjónarmið höfundanna og tilheyrenda
þeirra til hjúskaparmála? Var það ef til vill samdóma álit kirkjunn-
ar, bænda og margra ráðamanna að festa í hjúskaparefnum væri af-
farasælust en óregla í ástalífi væri þjóðfélagslegur ófarnaður?
Hvernig gæti staðið á því?
Spurningum þessum ætla ég nú að leitast við að svara með því að
athuga þrjá hluta Sturlungusafnsins: Gubmundar sögu dýra, ís-