Skírnir - 01.04.1989, Side 65
SKÍRNIR
HART ER I HEIMI . . .
59
lákur Þórhallsson Skálholtsbiskup. Um siðabótaviðleitni hans er
fjallað í Þorláks sögu. Báðar gerðir hennar munu skrifaðar skömmu
eftir andlát biskups, líklega á fyrstu áratugum 13. aldar.17 Þótt sag-
an sé helgisaga má af henni marka hvaða sjónarmið réðu innan
kirkjunnar á þessum tíma. I sögunni segir:
Hann lagði á þat mikla stund at halda þeim mönnum saman, er tengdir váru
helgum hjúskap, en lagði þeim mönnum þunga hluti á hendr í fégjöldum ok
skriftum, er af því brugðu stórum. Þótti honum sem guði mundi í því mest
mótgerð, ef þat eftiriasti, er hann hefir mest veitt mönnum þessa heims
hluta ok gert þat fyrir ástar sakir ok miskunnar sinnar ok girndar mann-
anna, rétt ok blessat, sem höfuðsynd er elligar, ef þat var herfiliga hneist ok
rangliga raskat. [. . .] Þorlákr byskup rauf þau ráð öll á sínum dögum, sem
hann vissi at ólögum ráðin vera, hvárt sem hlut áttu í meiri menn eða minni.
Eigi varð hann við suma menn né höfðingja með öllu samhuga, því at hann
samþykkti þat eitt við þá, er vel samdi. Þótti honum þat miklu meira niðr-
fall guðs kristni, ef göfgum mönnum gáfust stórir hlutir yfir. Virði hann ok
við þá eigi meiri várkunn at hefta sik eigi at óhlýðnum hlutum, er áðr höfðu
bæði mikit lán af guði í auðæfum ok mannvirðingum.18
I þessari grein kemur allt fram: viðhorf kirkjunnar til frillulifnaðar,
helgi hjúskaparins og meinbuga á hjónabandi.
Siðabótastarf Þorláks biskups blandaðist inn í deilur hans og
höfðingja um forræði kirkjueigna, svonefnd staðamál, eftir því sem
segir í yngri gerð sögu hans. Umráðarétturinn yfir kirkjueignum
var í senn fjárhags- og valdaatriði bæði fyrir kirkju og höfðingja.19
Raunar hefur því verið haldið fram að hugmyndir miðalda-
kirkjunnar um hjúskap og frillulífi hafi einnig verið af fjárhagsleg-
um rótum runnar. Helgi hjúskaparins hafi orðið til þess að margir
hafi dáið barnlausir og arfleitt kirkjuna að eignum sínum.20 Þorláks
saga fjallar sérstaklega um átök biskups og Jóns Loftssonar í Odda
enda var hvorttveggja að Jón hélt fast á rétti leikmanna til umráða
yfir kirkjustöðum og hluta tíundar og hafði systur biskups að frillu
sinni. Bar Jón fyrir sig fornan landssið um staðarhald og meðferð
kirkjufjár og fékk biskup þar litlu þokað. Gerðist hann þá afskipta-
samur um siðferði Jóns og taldi hann halda hórkonur móti allri
landsvenju. Nú voru engin ákvæði í lögum um helgi hjúskapar eða
hjúskaparbrot á þessum tíma og hórdómur ekki skilnaðarsök.
Hins vegar voru ströng viðurlög við samræði við konu utan hjóna-