Skírnir - 01.04.1989, Page 69
SKÍRNIR
HART ER í HEIMI . . .
63
þegar hann setti íslendinga sögu saman. Saga hans segir einnig mest
frá höfðingjum og stórbændum, og ættartölur Sturlungu, sem
einnig hafa verið raktar til Sturlu, sýna augljósan ættarmetnað.30
Má því ætla að sams konar viðhorf til fjölskyldu og hjónabands
komi fram í íslendinga sögu og í breytni Sturlu sjálfs. íslendinga
saga fjallar ekki um deilur nágrannagoða eins og Gubmundar saga
dýra heldur ófrið og stórátök í landinu. Krytur út af hjúskaparmál-
um eru ekki færðar þar í frásögur nema þær blandist inn í deilurnar.
A hinn bóginn segir allmikið frá hjúskap höfðingja og barneignum
þeirra, tengslum og bandalögum ætta gegnum hjúskap, og fram-
færslu- og erfðamálum.
Áður hefur verið vikið að því að tengdamóðir Sturlu vildi ekki
giftast að nýju eftir að hún var orðin ekkja vegna dóttur sinnar. Var
hún þá numin brott af búi sínu og átti að þröngva henni í hjóna-
band. Þetta mál ófst síðan inn í deilur Sturlusona, Þórðar, Sighvats
og Snorra, um erfðagoðorð þeirra (309-11, 480). Sagnaritarinn var
þess vegna ekki að segja frá bónorðinu af því að það var svo sögu-
legt í sjálfu sér heldur sökum þess að það blandaðist inn í önnur
mál. Að vísu hefur Sturlu sjálfsagt verið annt um heiður tengda-
móður sinnar og ástæður hennar fyrir að neita bónorðinu skiptu
hann miklu því að Sturla notaði eignir hennar síðar til að leysa Ingi-
björgu dóttur sína úr garði í sambandi við sættir þeirra Gissurar
Þorvaldssonar.
Miklu skýrara dæmi um hvernig barneignir, völd og erfðir orka
saman í íslendinga sögu er frásögnin af Sæmundi í Odda, eina skil-
getna syni Jóns Loftssonar. Um hann segir:
Sæmundr þótti göfgastr maðr á Islandi í þenna tíma. Hann hafði í Odda
rausnarbú mikit, en átti mörg bú önnur. Eigi var Sæmundr eiginkvæntr ok
fóru orð milli þeira Haralds jarls Maddaðarsonar, at hann myndi gifta hon-
um Langalíf, dóttur sína. Ok var þat milli, at Sæmundr vildi eigi sækja
brúðkaup í Orkneyjar, en jarlinn vildi eigi senda hana út hingat. (242)
Sæmundi þótti sér greinilega hvergi fullkosta hér á landi enda dótt-
ursonarsonur Noregskonungs en hann átti samt börn með mörg-
um konum. Að honum látnum dreifðust auðæfi Oddaverja milli
þeirra og óskilgetnum sonum Sæmundar tókst ekki að halda valda-