Skírnir - 01.04.1989, Page 71
SKÍRNIR
HART ER í HEIMI . . .
65
mál þeirra bræðra misjafnlega. Hjúskap og frillulífi Sturlusona þarf
að skoða í samhengi við fjármál þeirra og barngetnað, svo sem
Sturla gerir í orðunum um fjárgæslu og fjöllyndi Snorra.
Snorri á aðeins einn skilgetinn son, Jón murt. Þegar hann upp-
kominn biður föður sinn að leggja sér fé til kvonarmundar bendir
Snorri honum á eignir móður hans og dregur sitt fé undan. Verður
af þessu missætti milli þeirra feðga og ekkert úr kvonbænum Jóns.
Fer hann utan og deyr þar. Orækju, óskilgetnum syni sínum, vill
Snorri ekki frekar fá staðfestu eftir að hann hefur fengið honum
konu af ætt Asbirninga heldur sendir hann til að ráðskast með bú
og mannaforráð dóttursonar síns vestur í Vatnsfirði. Veldur
Orækja þar miklum usla. Dætur sínar giftir Snorri til að efla valda-
sambönd sín og verður það ekki þeim, honum eða öðrum til far-
sældar. Slitna þau sambönd og hjónaböndin rofna. Loks deilir
Snorri við sonu Hallveigar konu sinnar frá fyrra hjónabandi henn-
ar um fjárskipti að henni látinni og stendur annar þeirra að vígi
Snorra ásamt fyrrum tengdasonum hans.33 Glataði Snorri þannig
auði og völdum. Hafði hann þó sýnt alla viðleitni til að efla sig af
hvorutveggja.
Málum Þórðar Sturlusonar var allt öðruvísi farið. Hann kvæntist
fyrst til auðs og mannaforráða Helgu dóttur Ara sterka á Stað. Sag-
an segir að „Þórðr bar eigi auðnu til at fella þvílíka ást til Helgu,
sem vera átti, ok kom því svá, at skilnaðr þeira var gerr“ (231). Þau
áttu ekki barn. Síðar kvænist Þórður í annað sinn auðugri ekkju og
er sagt að þá gerist hann höfðingi. A hann son og dóttur með þess-
ari konu sinni. Löngu síðar fær Þórður bóndadóttur nokkurrar. Er
hann þá hniginn á efri ár og völd hans og auður staðföst. Jafnframt
segir íslendinga saga frá því að Þórður hélt tvær frillur - að því er
virðist þegar hann var á milli kvenna. Með annarri frillunni átti
hann sex börn, m. a. Sturlu sagnaritara (231-32, 303, 401). Nú er
unnt að spyrja hvers vegna Þórður kvæntist ekki konum þessum.
Sú fyrri fæðir honum ekki barn, frekar en fyrsta eiginkonan, og
gæti þar legið skýringin á því að þau ganga ekki í hjónaband. Um
ætt og stéttarstöðu Þóru, móður Sturlu, er hins vegar allt óljóst.34
Föður hennar er ekki einu sinni getið í sögunni. Er því líklegt að
höfðingjanum hafi ekki þótt hún sér samboðin. Hins vegar lætur
Þórður sér annt um börn þeirra ef marka má söguna og hugsar vel
Skírnir - 5