Skírnir - 01.04.1989, Page 73
SKÍRNIR
HART ER I HEIMI . . .
67
sonar, tengist Skarðverjum því að systir Gissurar var formóðir
þeirra. Safnandinn (eða sá sem lét rita Sturlungu) hefur þess vegna
vafalaust verið Skarðverji og þótt allmikið til sín og ættar sinnar
koma. Þeir Þórður Narfason, sem safnið er gjarnan eignað, og
bræður hans komust til æðstu metorða. Það má því gera ráð fyrir
að safnandinn hafi haft svipað viðhorf til hjúskapar og Sturla Þórð-
arson enda bendir Haukdœla þdttur eindregið til þess að svo hafi
verið.
Lengsta frásögn Haukdœla þáttar, og aðalefnið sem ekki er sótt
beint í ritheimildir, greinir frá hjónabandsmálum Þóru eldri og
yngri, dætra Guðmundar gríss goðorðsmanns á Þingvelli, hjúskap-
ardraumum þeirra og hvernig þeir rættust (57-62, 230). Af þessari
frásögn sést að ekki hefur verið talið eftirsóknarvert fyrir konur að
vera ógefnar í foreldrahúsum. Hins vegar kæra Þórurnar á Þing-
velli sig ekki um annað en bestu karlkosti. Voru þær líka af höfð-
ingjum í báðar ættir og hétu eftir dóttur Noregskonungs, lang-
ömmu sinni. Þær ganga augljóslega út frá því að höfðingjaættir
tengist hver annarri. Sá er þó galli á að Þorvaldur Gissurarson sem
Þóra yngri kýs sér er kvæntur, og henni kemur ekki til hugar að
hann yfirgefi konu sína, Jóru Klængsdóttur biskups, hennar vegna
heldur muni Jóra andast og þá biðji Þorvaldur hennar. Þó kemur
það fram í frásögninni að meinbugir hafi verið á ráði Þorvalds og
Jóru og hafi átt að rjúfa það. Þetta atriði hefur þó verið dregið í
efa.37 En hvort heldur það er rétt eða ruglingur í safnandanum er
greinilegt að hann telur eðlilegt að hjúskapur hafi verið rofinn sök-
um meinbuga alveg eins og höfundur Guðmundar sögu dýra. Af
því má einnig draga þá ályktun að frændsemi, sifjar og guðsifjar
hafi oft staðið í vegi fyrir að höfðingjaættir tengdust.
VI
Af framansögðu ætti að vera ljóst að aukið höfðingjavald bauð
frillulifnaði heim, þó ekki einvörðungu vegna þess að höfðingjarn-
ir neyttu þannig valds síns. Þeir vildu efla metorð sín og auð með
hjúskap. Metnaður þeirra í þeim efnum hefur síst minnkað á Sturl-
ungaöld og virðast þeir vera farnir að semja sig að siðum stéttar-
bræðra erlendis. Höfðingjarnir kusu að kvænast innan stéttar sinn-