Skírnir - 01.04.1989, Page 79
SKÍRNIR
EITT SINN SKAL HVERR DEYJA
73
hefur verið á það bent að það voru ekki einungis trúarbrögð er
kröfðust skyldurækni einstaklingsins, heldur fól þjóðfélagsstaða
hvers og eins í sér skýrt markaðar skyldur, án tillits til spurningar-
innar um rétt eða rangt í trúarlegum skilningi.4
Spurningin um rétt og rangt eða gott og illt á í raun ekki við, þeg-
ar nútímamenn fjalla um frásagnir Sturlungaaldar, svo að ekki sé
talað um frásagnir af enn fjarlægari tímum. Meira en sjö hundruð
ár skilja aldir okkar að. Ef rannsaka á siðferði í Islendingasögum er
ekki hægt að skorast undan því vandaverki að athuga hið viðtekna
siðferðismat Sturlungaaldar, sem lá að baki sköpun þeirra. Róttæk-
asta leiðin til skilnings á þessum umbrotatíma, væri skipuleg athug-
un á öllum þeim fjölbreyttu textum sem ritaðir eru á því tímabili,
með þeim ásetningi að fylla upp í þá gloppóttu mynd sem við höf-
um af siðferði þrettándu aldar. En að þessu sinni látum við okkur
nægja að líta á samtímafrásagnir sem varðveittar eru frá þeirri öld,
og þá sérstaklega íslendinga sögu.
íslendinga saga er skrifuð af Sturlu Þórðarsyni (1214-84), höfð-
ingjasyni, sem var þátttakandi og sjónarvottur að mörgum helstu
atburðum aldarinnar. Sagan er ekki varðveitt sérstök, heldur ein-
ungis í Sturlungu, sem er safn ólíkra sagna um atburði tólftu og
þrettándu aldar, er steypt var saman í eina bók um aldamótin 1300.
Ritstjórinn, sem var líklega Þórður Narfason lögmaður á Skarði á
Skarðsströnd (d. 1308), fór örugglega nokkuð frjálsum höndum
um sögurnar, sem ritstjóra safnrita var vandi á miðöldum.5 Elægt er
að skoða efnistök hans með því að bera saman hina sjálfstæðu gerð
Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og varðveislu hennar í Sturlungu.
Þórður sleppti fyrri hluta sögunnar, þar sem fjallað er um forfeður
Hrafns, undraverðan lækningakraft hans og sérstakan vinskap
Hrafns og Guðmundar Arasonar.61 þeim hluta sögunnar, sem tek-
inn var upp í Sturlungu er skýrt frá deilu goðanna Hrafns og Þor-
valdar Snorrasonar. Þeim tilvísunum, sem varða einkum kristilegt
hjálpræði Hrafns er sleppt eða þær styttar, en áhersla lögð á verald-
legar skyldur hans sem goða á Vestfjörðum. Þórði hefur bersýni-
lega verið í mun að skýra hlutlaust frá deilu höfðingjanna og þess
vegna dregið úr þeim atriðum sem sýndu heilagleika Hrafns á
kostnað Þorvaldar. Þó að Þórður hreyfi lítið við frásögninni af vígi
Hrafns, vantar í Sturlungu þann aðdraganda, sem Hrafns saga