Skírnir - 01.04.1989, Page 81
SKÍRNIR
EITT SINN SKAL HVERR DEYJA
75
öllum vígum á öldinni. Þó er fróðlegt að bera hana saman við upp-
lýsingar úr Njáls sögu, sem skrifuð er á svipuðu tímabili og íslend-
inga saga (um eða eftir 1280). I Njálu falla níutíu og fjórir fyrir
vopnum á síðum sögunnar. Victor W. Turner hefur komið fram
með þá skoðun að hinar „blóði drifnu“ (,,sanguinary“) sögur, eins
og Njála, séu skráðar sem víti til varnaðar þrettándu aldar
mönnum: „they warned against what might happen if people did
not respect the rules of kinship and neighbourhood relations“.14
íslendinga saga ætti eftir þessum formerkjum einnig að vera saga
sögð til viðvörunar.
Manndráp eru vitanlega afdrifaríkustu atburðir íslendinga sögu.
I lýsingum á kringumstæðum og viðbrögðum við vígaferlum
ljóstrar höfundur upp eigin siðferðismati,15 svo og þeirra sem við-
riðnir eru atburðinn. Manndráp í Sturlungu hafa þótt endurspegla
hráan veruleikann, þar sem engin tilraun er gerð til að fegra verkn-
aðinn.16 Svo er í mörgum tilvikum, en atburðirnir eru þó svo fjöl-
breyttir að einungis nákvæm athugun á vígum sögunnar dregur
fram margbreytileika þeirra.17
Margt hefur verið ritað um það ófriðarástand sem ríkti á Islandi
á þrettándu öld. íslendinga saga er aðalheimildin. Gunnar Karls-
son hefur t. d. bent á þá spennu sem ríkti í þjóðfélaginu, á milli
„dýrkunar" höfðingjanna á ófriðnum og þeirrar ádeilu sem íslend-
inga saga er til merkis um gegn þessum sama ófriði.181 þeirri laus-
legu athugun sem hér fer á eftir kemur einnig fram, að höfðinginn
Sturla Þórðarson ljóstrar í frásögn sinni upp um andstyggð sína á
valdabaráttu höfðingjanna. Sagan er á yfirborðinu hlutlæg, en und-
ir niðri full af vísbendingum um siðferðismat hans. Spennan í ís-
lendinga sögu felst ekki síst í því að sagan skýrir frá raunverulegum
atburðum sem urðu örlagaríkir, ekki aðeins fyrir þjóðina heldur
höfundinn sjálfan.
Það er ekki hægt að vitna í neitt tilvik í íslendinga sögu þar sem
Sturla lýsir ófriði eða vígaferlum með lofsamlegum orðum. Frá-
sögn af bardögum og manndrápum virðist ætíð lituð af hryllingi og
tilgangsleysi og ef frásagnartækni Sturlu er höfð í huga verður þessi
ádeila enn skýrari. Frásagnaraðferð Sturlu er svipuð og höfunda Is-
lendingasagna; s. s. notkun á draumum, forboðum, sýnum og spá-
dómum til að leiðbeina lesandanum og hafa áhrif á lestur hans.19