Skírnir - 01.04.1989, Síða 83
SKÍRNIR
EITT SINN SKAL HVERR DEYJA
77
síðar um daginn með breiðöxi sinni.23 Sturla Þórðarson hefur
þannig undirbúið lesandann vendilega áður en sjálfur bardaginn
hefst.
Hann gagnrýnir einnig viðburði með tilvitnun í lausavísur. I ís-
lendinga sögu er óvenjumikið af lausavísum, alls níutíu og fimm
vísur, en samtals eru 54 lausavísur í hinum sögunum öllum í Sturl-
ungu. I þessum vísum er oft um yfirborðslegt lof að ræða og at-
hugasemdir um liðna atburði. I sumum tilvikum er þó greinilegt að
Sturla forðast að segja skoðun sína, en læðir athugasemdum sínum
fram í gegnum kveðskapinn. Eftir Sauðafellsför árið 1229, sem var
fádæma grimmileg árás Þórðar og Snorra Þorvaldssona í skjóli
nætur á bæ Sturlu Sighvatssonar, er athyglisvert að Sturla Þórðar-
son fellir enga dóma. En í þeim tíu vísum sem hann vitnar í, sem
ortar eru um árásina víðs vegar um landið, stendur grimmd heim-
sóknarinnar ljóslifandi fyrir hugskotssjónum manna (vísur 32—41,
329—32). Þessi kveðskapur, er stendur sem minnisvarði um alvöru
árásarinnar, felur um leið í sér óbeina gagnrýni Sturlu á ofbeldið.24
Sturla vitnar jafnvel í sjálfan sig. I síðustu lausavísunni í sögunni
tjáir Sturla hið djúpa hatur sitt á Gissuri jarli Þorvaldssyni, eftir að
hann hefur svikið Sturlu um héraðsvöld í Borgarfirði. Vísan kemur
í miðja frásögn sem skýrir á hlutlausan hátt frá pólitískum sigrum
Gissurar:
Rauf við randa stýfi,
- rétt innik þat, — svinnan
allt, þvít oss hefr vélta,
Oðinn, þats hét góðu.
Skaut, sás skrökmál flýtir,
- skilk, hvat gramr mun vilja,
Gautr unni sér sleitu - ,
slœgr jarl við mér bœgi. (vísa 94, 528)
Sturla líkir sviksemi Gissurar við pretti Óðins.25 Þessi vísa er gott
dæmi um það vald sem Sturla hefur á sögunni; saga hans er í grund-
vallaratriðum hlutlæg frásaga vegna þess að hann ræður yfir frá-
sagnartækni sem megnar honum að skýra fleiri en eina hlið á at-
burðum.