Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 87
SKÍRNIR
EITT SINN SKAL HVERR DEYJA
81
iippgjöf, heldur fastsetur sér að drepa þá. Honum gengur þó illa að
fá menn sína til böðulsstarfa. Hermundur Hermundarson tekur
viljugur kallinu, en Þormóður valskur „bað hann fá til annan mann
at vega at Þórði“ (356). Þormóður lætur þó undan eggjunarorðum
Sturlu.
Hermundur er svo óðfús að vega að Snorra, að hann bíður ekki
boðanna. Hann sveiflar til hans öxi, þar sem Snorri bíður aftöku
sinnar, svo að nær tekur af honum fótinn. Halldór frá Kvenna-
brekku horfir á og mælir að það sé „illt högg ok ómannligt“ en
Sturla svarar um hæl: „Þat var gott höggok drengiligt". Halldór er
fylgismaður Sturlu og hefur þrisvar í bardaganum hvatt Sturlu til
að veita bræðrunum grið án árangurs. Sturla bergmálar síðan orð
Halldórs, þegar hann fyrirskipar Þormóði að höggva Þórð í þriðja
sinn: „er illa unnit at góðum dreng“. Þormóði ferst böðulsstarfið
heldur klaufalega, en Hermundur Hermundsson leysir sitt starf
svo vel af hendi að hann gefur sér ekki tíma til að virða ósk Snorra
Þorvaldssonar um að fá að „tala nökkut" (357), áður en öxin syng-
ur í loftinu. Olík framganga þeirra við aftökurnar undirstrikar að
þeir sjá þennan verknað mjög ólíkum augum. Þormóður, sem
særðist í næturárás Þorvaldssona á Sauðafell, vill forðast meira of-
beldi, en Hermundur, sem er nýr liðsmaður Sturlu, hikar hvergi.
Sturla biður einn manna sinna, Grím frá Snóksdal, að taka við
líkum bræðranna, en hann færist undan og „kvaðst vera myrkfæl-
inn“. Þegar Halldór frá Kvennabrekku býðst til að flytja þau, sam-
sinnir Sturla því, en bætir háðulega við: „þú munt skjótt kalla þá
helga“ (357). Þessi athugasemd bergmálar helgisagnaritun, eða öllu
heldur kynni af helgisögum, og er ekki að greina mikla andakt í
orðum Sturlu.39
Þessar tvær aftökur eru einstaklega grimmilegar, enda Sturla í
hefndarhug. Grimmd Sturlu er hvergi beinlínis gagnrýnd í frásögn
íslendinga sögu, en með því að beina athygli að skiptum skoðunum
innan hóps hans, leggur höfundur áherslu á hið blinda og of-
stækisfulla hatur Sturlu. Þegar Sturla kemur heim að Sauðafelli, og
segir Solveigu konu sinni frá málalyktum, „kvað Solveig Vatns-
firðinga þá vita mundu, hverja grimmð þeir höfðu sýnt þar í heim-
sókninni [að Sauðafelli]“ (357). Sauðafellsför er nákvæmlega lýst í
sögunni (326-9). Sturla Þórðarson hefur ekki gagnrýnt hana opin-
Skírnir - 6