Skírnir - 01.04.1989, Page 89
SKÍRNIR
EITT SINN SKAL HVERR DEYJA
83
hefur verið greint frá. Yfirleitt er skýrt frá drápum lægra setts fólks
vegna þess að það tengist aðalatburðarásinni. Einnig er sagt frá
nokkrum vígum er orsakast af hversdagslegum deilum milli manna
sem annars eru óþekktir. Kringumstæður þessara drápa eru mjög
ólíkar vígum höfðingja. Höfðingjar drepa óvini sína í bardögum
eða taka þá af lífi á bæjum þeirra. Þeir læðast ekki að fórnarlömbum
sínum þegar þau eru að setja á sig hjálm, eru við hestakaup, að tafli
eða ríðandi í hlað. A þann veg eru aftur á móti nokkrar lýsingar af
vígum almúgamanna og helgast þær af því að lýsa hápunkti vígsins.
I þessum stuttu frásögnum fáum við fágæta innsýn inn í spennu og
ýfingar í samlífi manna á Sturlungaöld. Eitt dæmi úr íslendinga
sögu sýnir vel hnitmiðaðan stíl Sturlu í frásögnum af almúgafólki.
Jón Þorgeirsson og frilla hans búa á bæ Skíða Þorkelssonar
Kvennahvoli. Skíði hrekur Jón á marga lund, svo að Jón telur sér
þann kost vænstan að fara frá bænum og leita stuðnings höfðingja.
Hann kemur aftur að Kvennahvoli föstudaginn fyrir Hvítasunnu,
eftir að hafa tryggt sér styrk Olafs Þórðarsonar í erjum sínum við
Skíða. Daginn eftir dundar Jón við að brýna öxi sína, en Gyðríður
frilla Skíða, varar mann sinn við Jóni. Skíði sinnir ekki varúðarorð-
um hennar. Næstu nótt dreymir Skíða að Jón sé að höggva af hon-
um höfuðið og er svo felmtri sleginn að Gyðríður huggar hann.
Hvítasunnudag er þó allt með kyrrum kjörum, en á annan í hvíta-
sunnu breytir um. Jón og Skíði eiga í hestakaupum við nágranna
sinn. Og þannig farast sögunni orð:
. . . sezt hann niðr Skíði ok helt öxinni fyrir sér ok studdi tönnum á for-
skeftit. Þeir sátu hjá honum, en Jón var á bak þeim hjá hrossum. Skíði
spurði, hvárt vera myndi nón, ok söng pater noster. Guðleifr spurði, hvat
hann mælti um hrossin.
„Mörk,“ segir hann.
Þá skall honum höggit, ok tók af höfuðit, svá at fell á bringuna. (385)
Dráp við kaupskap er minni sem kemur fyrir í tveimur Islend-
ingasögum og í þeim tilfellum er fórnarlambið sýnt í hlálegu ljósi.40
Hér undirstrikar höfundur aftur á móti nálægð og alvöru atburðar-
ins með því að lýsa svo nákvæmlega hversdaglegum aðdraganda
vígsins á bænum. Skíði er einnig sýndur í trúarlegu ljósi, þar sem
hann syngur faðirvorið, rétt fyrir vígið.