Skírnir - 01.04.1989, Page 90
84
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
Greinilegt er af frásögn Sturlungu að árásir á konur eru niður-
lægjandi athöfn.41 I Islendingasögum kemur skýrlega í ljós að
vopnaburður kvenna var í senn háðulegur fyrir þær sjálfar og fórn-
arlömb þeirra.42 I nokkrum tilvikum í íslendinga sögu voru heldri
konur sem og vinnukonur viðstaddar vopnaskak og taka jafnvel til
höndum.43
í Sauðafellsför réðust árásarmenn jafnt á karla sem konur, og
„hjuggu þá allt þat, er fyrir varð [. . .]. Þar var aumligt at heyra til
kvenna ok sárra manna“ (326). Þorbjörg ysja var ein þriggja, er þar
létu lífið, þó að ekki sé greint nákvæmlega frá vígi hennar í sögunni.
Dauði hennar varð algengt stef í vísum kveðnum um þessa atburði.
Snorri og Þórður Þorvaldssynir, sem stjórnuðu árásinni, voru
hæddir fyrir að hafa drepið konu, og sérstaklega vegna þess að hún
var af lágum stigum:
Öld hefr Ysju fellda
óframliga gamla,
þars brandr við rif renndi
rauðr kerlingu snauðri. (vísa 37, 331)
í flestum tilvikum er það því félagsleg staða fórnarlambsins sem
ákvarðar hversu ítarlega er sagt frá dauða þess í sögunni. Fyrsta víg
sögunnar, á goðanum Einari Þorgilssyni er drepinn var af hópi
kvenna og unglinga, kallaði á þessi viðbrögð Jóns Loftssonar, sem
var þó enginn vinur Einars: „þykkir mér í óvænt efni komit, ef þat
skal eigi rétta, er skillitlir menn drepa niðr höfðingja“ (230). Þetta
er í eina skiptið í sögunni sem almúgafólk drepur höfðingja.
Grágás gerir þó engan greinarmun á vígi ríks og fátæks manns,
heldur einungis á milli frjálsra manna og þræla. En í Sturlungu og
Islendingasögum er greinilega mikill munur á virði mannslífa, eftir
því hvar menn stóðu í stétt og þann mun bergmálar íslendinga
saga,44
VI
Vitneskja okkar um trúarlíf íslenskra miðaldamanna er af skornum
skammti. Sérstaklega er erfitt að meta trúhneigð alþýðu manna af
rituðum heimildum, því almúgafólk var ómenntað og skildi eftir