Skírnir - 01.04.1989, Síða 93
SKÍRNIR
EITT SINN SKAL HVERR DEYJA
87
bjargvætti manna í hríðarveðri á fjöllum. í þeirri ferð sjást
„hræljós“ á spjótum Odds og manna hans (510). A öðrum stað í
sögunni, þegar Eyjólfur Kársson bjargar Guðmundi biskupi Ara-
syni úr gíslingu, birtast mönnum slík ljós. Höfundur dregur ávallt
taum Guðmundar biskups í sögunni og því merkja ljósin velþókn-
un á björgun Eyjólfs. Það er því líklegt að hræljósin hafi einnig
trúarlegan undirtón í tilfelli Odds.
Tveimur vikum síðar er kastljósinu beint að Oddi, þar sem hann
vakir nóttin fyrir árás óvina sinna, við lestur saltarans og við söng
(513). Höfundi er í mun að sýna Odd í þessu trúarlegu ljósi, til að
vega upp á móti óvirðingu hans við biskup. Oddi er, eins og Sturlu,
neitað um prestsfund, og er sagt að hann hafi látið þar líf sitt „við
mikla hreysti ok drengskap" (516).
Viðbrögðum alþýðumanna við dauða sínum, sem og drápum
þeirra, er sjaldnast lýst nákvæmlega í sögunni; enda bar dauða
þeirra oft skjótt að. Jón nokkur, bóndi á Bakka í Eyjafirði, var einn
brennumanna, sem réðust á bæ Gissurs Þorvaldssonar á Flugu-
mýri. Gissur hefndi sín grimmilega og réðst að Jóni að honum
óvörum, svo að hann náði ekki prestsfundi. Jón „bað guð gæta sín
ok helgan Jón postula, kirkjudróttin sinn“ í það mund sem hann
var veginn (497).
Ekki má í þessari umræðu horfa framhjá þeim sem hvorki iðrast
né falla á kné heldur minnast veraldlegra lystisemda við dauðans
dyr. Þorgils Sveinsson, annar brennumaður, kallar til kvenna áður
en hann var drepinn: „Lifi konurnar ljúfu nú [. . .] heilar ok sælar“
(498). Viðbrögð Þóris jökuls, þegar taka átti hann af lífi á Orlygs-
stöðum, eru fræg. Hann hræddist dauðann og skynjaði kalda sjá-
vardrífuna sem forsmekk dauðans, en svo beit hann á jaxlinn:
Skafl beygjattu, skalli,
þótt skúr á þik falli,
ást hafðir þú meyja,
eitt sinn skal hverr deyja. (vísa 74, 438)
Nálægð dauðans og eðlileg lífhræðsla eru hér raunverulegri og
áhrifameiri en á mörgum dauðastundum sem ítarlegar er skýrt frá.