Skírnir - 01.04.1989, Page 94
88
GUÐRUN NORDAL
SKÍRNIR
VII
Þrátt fyrir að flestir aðalleikararnir í harmleik íslendinga sögu séu
nánir ættingjar eða vinir Sturlu Þórðarsonar og hann sjálfur virkur
þátttakandi í atburðum, lofar hann ekki sinnulausa valdabaráttu
þeirra. Aðdáun Sturlu er fremur á mönnum sem stunda lítt bar-
daga, þó að þeir séu ekki lausir við pólitísk vandræði, líkt og faðir
hans Þórður Sturluson, Guðmundur biskup Arason og Þorvaldur
Gissurarson. Þess er vert að minnast að ef til vill var það ekki síst
lagni Oddaverjans Jóns Loftssonar við sáttagerðir sem gerði hann
að svo dáðum höfðingja.
Manndráp voru brot jafnt á guðs sem landsins lögum; siðferðileg
afstaða manna til drápa hlaut því að vera skýr. Fordæming Sturlu
kemur skýrast fram ef fórnarlambi er neitað um grið eða um
prestsfund áður en höggið fellur. Slíkt miskunnarleysi virðist hafa
rekist harkalega á siðferðishugmyndir þrettándu aldar manna.
Víg í hita bardaga eru þó ekki gagnrýnd í sögunni, og mönnum
virðist boðið að verja sig á meðan kostur er. Þrettándu aldar Islend-
ingur hefði líklega tekið undir þessa hvatningu Sverris konungs til
manna sinna fyrir bardagann við Erling jarl árið 1179: „I hverri
orrosto sem þu ert staddr. þa man vera annathvart at þu munt falla
eða braut comaz. oc ver þu fyrir þvi diarfr þvi at allt er aðr scapat.
ecki kæmr ufeigum i hel. oc ecki ma feigum forða. i flotta er fall
verst“.50 Hér er hin heiðna örlagatrú enn sprelllifandi í orðum hins
klerklærða Sverris. Þessi orð hafa verið lífseig því Hákon gamli
vitnaði sextíu árum síðar í þessa hvöt afa síns fyrir bardagann á
móti öðrum jarli, sem hann hafði nýlega gefið hertogatign, Skúla
Bárðarsyni.51
Hugrekki frammi fyrir dauðanum er einnig mjög sterkur þáttur
í píslarlýsingum í heilagra manna sögnum sem og í frásögnum af
siðum riddara á miðöldum. I „Viðræðu líkams ok sálar“ er lögð
áhersla á slíkt hugrekki: „Heimska er at óttazt þat, er maðr ma eigi
forðaz, hversv lengi sem fyrirferst“.52 Og síðar „Eigi varðar, hve
morg sar erv, eitt man vera banasar, enda ma ek eigi meira afla en
einvm davða".53
Það hugrekki sem oftast hefur verið kennt við heiðna hetjuöld á