Skírnir - 01.04.1989, Side 95
SKÍRNIR
EITT SINN SKAL HVERR DEYJA“
89
því ekki síður við kaþólskan sið; hugleysi var fordæmt á öllum
tímum.54 Vörn sakamannsins Hrana Koðránssonar í Grímsey árið
1255 gegn liði Odds Þórarinssonar sýnir vel hvernig hraustleg
vörn, sem stendur ekki að baki vörn útlaganna Gísla Súrssonar árið
977 og Grettis Asmundarsonar árið 1031, og kristileg iðrun fallast
í faðma á Sturlungaöld:
Hrani beiddi þá prestsfundar, ok kom til hans Hákon prestr út á skipit.
Hrani lagði þá af sér vápnin ok tók ráðning af prestinum. Allir menn sáu
þat, at hann hafði mjök við komizt, er hann stóð upp. Hrani mælti þá:
„Vera má,“ segir hann, „at yðr þykki eigi karlmannliga við orðit minnar
handar. En mik má mjök ugga, at eigi sé vís gistingin, sú er mér gegni.“ Síð-
an mælti hann við prest, ok eftir þat tók hann vápn sín ok kvað þat hverjum
manni boðit at verja líf sitt. Þeir sóttu at honum, en hann varðist hraustliga.
Brátt fekk hann lag af spjóti í augat. Varð þaðan frá lítt um vörnina hans.
Var þá unnit á honum af þeim mörgum, ok lét hann þar líf sitt mörgum sár-
um særðr. (504-5)
Tilvitnanir og athugasemdir
1. Ritgerð þessi var fyrst flutt sem fyrirlestur í University College í
Lundúnum, 2. febrúar 1989.
2. Nokkrir málsvarar heiðins hetjuanda í Islendingasögum eru: Vilhelm
Gronbech, The Culture of the Teutons I, enskþýðing eftir Humphrey
Milford (Copenhagen 1931), 64-104; Walther Gehl, Ruhm und Ehre
bei den Nordgermanen, Studie zum Lebensgefuhl der Isldndischen
Saga (Berlin, 1937), 144-57; Sigurður Nordal, Hrafnkatla, Studia Is-
landica 7 (1940), 68-9.
3. Hermann Pálsson hefur skrifað mest allra um lífsskoðun Islendinga-
sagnanna, t. d.: Siðfræði Hrafnkelssögu (Reykjavík, 1966), 9-25; „Ice-
landic Sagas and Mediaeval Ethics", Mediaeval Scandinavia 7 (1974)
61-75; „Hamingja í íslenzkum fornsögum og siðfræði miðalda",
Tímarit Máls og menningar 35 (1974), 80-6; „Um ógæfumenn og
gæfumenn í íslenzkum fornsögum“, Afmælisrit Björns Sigfússonar
(Reykjavík, 1975), 135-53; „Um réttlæti í íslenzkum fornsögum,“
Andvari 103 (1978), 59-70. Sjá einnig Lars Lönnroth, „The Noble
Heathen: A Theme in the Sages“, Scandinavian Studies 41 (1969).
4. Jesse Byock, Feud in the Icelandic Saga (Berkeley, 1982); Gunnar
Karlsson: „Dyggðir og lestir í þjóðfélagi Islendingasagna", Tímarit
Máls og menningar 46 (1985), 9-19 „Siðamat Islendingasögu", í