Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 103
SKÍRNIR INNGANGUR AÐ MEGINSTRAUMUM
97
þessum tímum er oss ókunnugt um það nú. Þessu næst er ógæfa
vors litla, afskekkta föðurlands að eiga ekki upptök að neinum
andlegum hræringum í Evrópu. Vér höfum ekki hleypt neinum
stórbreytingum af stokkunum heldur gengist undir þær, og það
aðeins endrum og eins. Hugmyndir siðaskiptanna berast hingað til
dæmis frá Þýskalandi og hugmyndir byltingarinnar frá Frakklandi.
Danskar bókmenntir eru eins og lítil kapella í stórri kirkju, þar er
að vísu altari en höfuðaltarið er annars staðar. Það líða ekki bara
tímabil þegar maður þekkir ekki hugsanir og tilfinningar þjóðar-
innar, heldur líða tímabil þegar þjóðin hefur hugsað og fundið til,
en í gegnum millilið, daufar og óljósar en annars staðar. Þess vegna
gerist það stundum að ein stór evrópsk hræring berst hingað en
önnur ekki. Eitt hugtakið grípur oss en annað ekki. Já, stundum,
þegar vér höfðum staðið utan við atburðarásina - þegar stórar öld-
ur höfðu borist hér að landi sem máttlausar gárur - bar til að vér
soguðumst inn í andspyrnuna.
Að mínu mati hefur þetta gerst á öldinni sem er að líða. Það hefur
komið mér spánskt fyrir sjónir og er tilefni rannsóknanna sem
fyrirlestrar mínir fjalla um.
Þér þekkið þær gífurlegu byltingahræringar sem skóku heiminn
í lok síðustu aldar og afleiðingar þeirra í stjórnmálum og bók-
menntum annarra þjóða. A mörgum sviðum hafa þessar hræringar
ekki borist hingað enn. Til dæmis má nefna að eitt af kjörorðum
byltingabókmenntanna var hugsunarfrelsi. En þessi frjálsa hugsun
sem kom á róttækan hátt fram annars staðar og hafði feikileg áhrif,
berst aðeins til vor í aumri upplitaðri mynd guðfræðilegrar skyn-
semishyggju.1 Hegel komst vel að orði: „Meðan sólin stóð kyrr á
festingunni og reikistjörnurnar snerust umhverfis sólina, var ekki
ljóst að maðurinn stóð á grundvelli hreinnar hugsunar, eða með
öðrum orðum á haus og reyndi að endurmóta veruleikann eftir eig-
in höfði. Allar eldri byltingar höfðu haft staðbundin markmið,
þessi var fyrst til að vilja endurskapa mannkynið." Það skal viður-
kennt að vér Danir hegðuðum oss siðsamlega, vér stóðum ekki á
haus. Vér tókum hins vegar þátt í andspyrnunni þegar þessar gagn-
tæku hræringar, sem voru afleiðing trúarinnar á mannlega hugsun,
ofsi hreinnar hugsunar, höfðu, áþekkt stórfljóti sem flæðir yfir
bakka sína, leitt til viðbragða og andstöðu. Andóf gegn hugsjónum
Skírnir - 7