Skírnir - 01.04.1989, Síða 105
SKÍRNIR INNGANGUR AÐ MEGINSTRAUMUM
99
í þessum mikla sjónleik. Gríska frelsisstríðið brýst út, ferskur and-
blær fer um Evrópu, Byron fellur sem hetja fyrir gríska málstaðinn
og hetjudauði hans hefur gríðarleg áhrif á öll skáld meginlandsins.
Skömmu fyrir júlíbyltinguna söðla öll frönsku stórskáldin um og
þau eru í fimmta þættinum, rómantísku stefnunni í Frakklandi.
Þessar nýju frjálsræðishreyfingar eru bornar uppi af höfundum á
borð við Lamennais, Hugo, Lamartine, Musset, George Sand o. m.
fl. Sjötti og síðasti þátturinn sem ég lýsi gerist þegar straumar frjáls-
lyndisins halda sigurför sinni frá Frakklandi áfram um Þýskaland.
Höfundarnir sem þar stíga fram eru gagnteknir af hugsjónum frels-
isstríðsins og júlíbyltingarinnar. Líkt og frönsku skáldin greina
þeir fararbrodd frelsishreyfinganna í hinum stóra skugga Byrons
og leggja grunn að lausn sjónleiksins 1848. Mikilvægastir þessara
ungu þýsku höfunda, svo sem Heine, Börne og seinna Auerbach,
eru gyðingaættar.
Eg held að Danir geti dregið nokkurn lærdóm af þessum mikla
sjónleik. I þetta skipti erum vér nefnilega, eins og venjulega, 40
árum á eftir Evrópu. Bókmenntalegur byltingarstraumur forustu-
landanna hefur fyrir löngu tekið á móti þverám sínum og brotið
stíflugarðana sem reistir voru á vegi hans; búið er að leiða hann í
þúsundir farvega. Vér vinnum enn að því að stöðva þennan straum
og tefja fyrir honum í feni afturhaldsins. En oss hefur aðeins tekist
að stöðva bókmenntir vorar.
Menn geta verið nokkuð sammála um að danskar bókmenntir
hafi aldrei fyrr á þessari öld verið í jafn djúpu dái og nú á dögum.
Skáldskapurinn er svo að segja staðnaður og hvorki mannleg né fé-
lagsleg vandamál megna að vekja nokkurn áhuga eða kalla fram
aðra umræðu en þá sem fram fer í dagblöðum og dægurbókmennt-
um. Vér höfum aldrei verið gædd sterkum frumlegum sköpunar-
mætti, en nú er næstum ekkert um að menn tileinki sér erlendar
hugmyndir. Þetta andlega heyrnarleysi hefur, rétt eins og deyfa
þess heyrnarlausa, leitt til þagnar.
Lífsmark bókmennta nú á dögum sést á því að þær taka vanda-
mál til umræðu. Þannig tekur t. d. George Sand hjónabandið til
umræðu, Byron og Feuerbach trúarbrögðin, Proud’hon eignar-
réttinn, Alexandre Dumas yngri sambandið milli kynjanna og
Emile Augier þjóðfélagsmálin. Þegar bókmenntir taka ekkert til