Skírnir - 01.04.1989, Page 106
100
GEORG BRANDES
SKIRNIR
umræðu eru þær á góðri leið með að glata allri merkingu. Fólkið
sem skapar slíkar bókmenntir getur svo sem gert sér falskar vonir
um að frelsa heiminn, en það stjórnar ekki þroska og framsókn
frekar en flugan sem taldi sig stjórna hestvagninum vegna þess að
hún stakk dráttarklárana fjóra lítillega endrum og eins.
í slíku samfélagi kann margs konar dyggðum að vera hampað,
t.d. hetjuskap, en þessar dyggðir geta ekki verið undirstaða bók-
menntanna þegar andlegur kjarkur hefur bilað og horfið. Stöðnuð
andspyrna er grimmúðug og þegar samfélagið hefur smátt og smátt
þróast þannig að það ber svip harðstjórans undir grímu frjáls-
lyndisins - þegar mönnum er hegnt fyrir að láta í ljós ónærgætið
frjálslynt álit sem gengur gegn þeim skoðunum sem viðurkenndar
eru af klíkunni, af áhrifavöldum í blaðaheiminum, af stórum hluta
embættismanna - þá setur það mönnum að sjálfsögðu þrengri
skorður en annars við mótun þeirra hæfileika og manngerða sem
framsókn samfélagsins byggist á. Svo fremi að skáldskapur þrífist
í slíku samfélagi má það ekki koma mönnum í opna skjöldu þótt
hann svívirði samtíðina og bölsótist yfir henni. Slíkur skáldskapur
kallar samtímamennina ónytjunga hvað eftir annað og maður
kemst kannski að raun um að þau rit sem njóta mestrar hylli og selj-
ast best (t.d. Brandur eftir Ibsen) eru rit þar sem lesandinn, fyrst af
hræðslu en seinna af unaði, finnur til þess hvílíkt skriðkvikindi
hann er, hve vesæll og huglaus. Maður uppgötvar kannski líka að
orðið vilji verður slagorð slíkrar kynslóðar; hún óskar eftir vilja-
leikritum og vilja-heimspeki.2 Maðurinn heimtar það sem hann
hefur ekki. Hann tönnlast á því sem hann sækist mest eftir. En þrátt
fyrir allt er óþarfi að fyllast bölsýni yfir því að slík kynslóð hafi að
meðaltali minna af hugrekki, einurð, andagift og vilja en fyrri kyn-
slóðir. Kjarkurinn og frjálslyndið eru söm og áður, en betur má ef
duga skal. Andspyrnan í dönskum bókmenntum gerir nýjar hug-
myndir afturreka. Olíkt enska samfélaginu, sem er daglega ásakað,
spottað, já því formælt fyrir hræsni og hefðafestu, hefur samfélagið
sem danskar bókmenntir spretta úr verið sannfært um frjálslyndi
sitt. Það hefur haft reykelsisilminn daglega fyrir vitum sér. Þeir
sem hafa tök á að dæla nýju blóði í bókmenntirnar þurfa af þessum
sökum að vera gæddir sérstæðum eiginleikum og búa við tiltekin
skilyrði. Það þarf ekkert sérlega hugaðan hermann til að skjóta á