Skírnir - 01.04.1989, Page 107
SKÍRNIR INNGANGUR AÐ MEGINSTRAUMUM 101
fjandmann úr fylgsni bakvið vegg, en ef hann stendur berskjaldað-
ur kemur ekki á óvart þótt kjarkurinn bili.
Ymsir samtengdir þættir valda því að danskar bókmenntir hafa
þjónað framsókninni í minna mæli en bókmenntir stórþjóðanna.
Kringumstæðurnar eru oss andsnúnar, þær hafa ekki ýtt undir efl-
ingu skáldskaparins. í því sambandi vil ég benda á barnalegt svip-
mót í þjóðarsálinni, sem rekja má til næstum einstæðrar einfeldni í
skáldskap vorum. Einfeldni er ráðandi skáldlegt einkenni og það er
að finna hjá lang flestum skáldum vorum; frá Oehlenschláger,
Ingemann og Andersen til Hostrups. En einfeldnin er fjarri því að
vera byltingarkennd tilhneiging. Þessu næst vil ég benda á þá
hreinu hughyggju sem einkennir danskar bókmenntir. Þær fást
ekki við líf vort heldur drauma. Þessa hughyggju, rétt eins og hug-
hyggju og skýjaborgir í öllum bókmenntum, má rekja til þess að
dönsk ljóðlist dafnar í pólitískum vesaldómi og spillingu, sem
huggun við mótlæti veruleikans, sem eins konar andleg sigurför er
átti að bæta upp efnislegan skort. En dönsku bókmenntirnar hafa
enn ekki beðið þessa bætur.
Það kemur stundum fyrir Dana á erlendri grundu að útlendingur
spyrji hann í kjölfar umræðna um Danmörku: „Hvernig kemst
maður í kynni við sögu þjóðar yðar? Hafa samtímabókmenntir
yðar þróað einhverja augljósa og auðskilda manngerð?" Dananum
vefst tunga um tönn. Allir þekkja nokkurn veginn manngerðirnar
og flokkana sem átjánda öldin ánafnaði þeirri nítjándu. Vér getum
nefnt nokkra meginfulltrúa frá einu hlutaðeigandi landi, Þýska-
landi. Fyrstan skal telja Nathan spaka, mannshugsjón upplýsingar-
tímans, þ.e.a.s. umburðarlyndi, göfug mannúð og fullkomin skyn-
semishyggja.3 Það er tæplega hægt að segja að vér höfum tekið
þessa persónugerð upp á arma vora eða þokað henni fram, eins og
átti sér t.d. stað í Þýskalandi hjá Schleiermacher og síðan fjölda
annarra. Mynster var vor Schleiermacher, en þér vitið hvert hyl-
dýpi skilur frjálslyndi Schleiermachers frá rétttrúnaði Mynsters.
Og stig af stigi höfum við fjarlægst skynsemishyggjuna án þess að
nýta hana eða auðga frekar. Eitt sinn var Clausen málsvari hennar,
en það er liðin tíð. Martensen fylgír í kjölfar Heibergs og „kristi-
lega trúfræðin“ leysir „íhugandi trúfræði“ Martensens af hólmi.4
I kvæðum Oehlenschlágers svífur andi skynsemishyggjunnar enn