Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 108
102 GEORG BRANDES SKÍRNIR
yfir vötnum, en kynslóð Oehlenschlágers og Orsteds getur af sér
kynslóð Kierkegaards og Paludan-Miillers.
Þýskar átjándu aldar bókmenntir arfleiddu þær dönsku að fjöl-
mörgum öðrum skáldlegum hugsjónum. Meðal þeirra er Werther,
mannshugsjón Sturm und Drang tímabilsins, þ.e.a.s. barátta nátt-
úrunnar og ástríðnanna gegn reglubundnu, fastmótuðu samfélagi.
Þar er einnig Fást, andi nýja tímans og eiginleika hans, sem í von-
brigðum sínum yfir afrakstri upplýsingartímans eygir skírari sann-
leik, aukna hamingju og margfalt vald. Næstan skal telja Vilhjálm
Meister, persónugerving mannúðarinnar. Hann er lærisveinninn
sem gengur í gegnum skóla lífsins og nær meistaratign; á flótta
undan veruleikanum eltist hann við hugsjónir en finnur þær að lok-
um í veruleikanum sjálfum svo að þetta tvennt verður eitt. Einnig
má nefna Prómeþeif Goethes, sem hlekkjaður á bjarginu boðar
heimspeki Spinozas í háfleygri og fjörugri hrynjandi. Loks er Posi
markgreifi, holdtekja byltingarinnar, postuli og spámaður frelsis-
ins. Hann er manngerð þeirrar kynslóðar sem vildi vinna að fram-
förum og gera mannkynið hamingjusamt með því að rísa gegn öll-
um rótgrónum fordómum.5
Danskar bókmenntir hefjast með slíkar manngerðir að bakhjarli.
Þoka þær þessum manngerðum fram? Það er ekki hægt að taka
undir það. Því í hverju ætlaði framvinda bókmenntanna að eiga sér
stoð? Hún á sér stoð í því sem síðar gerðist. Sagan var ekki prentuð
svona en ég skal segja yður hana. Einn fagran dag þegar Werther
gekk eins og venjulega í örvæntingu á eftir Lottu með grasið í
skónum, kom honum í hug að samband hennar og Alberts væri í
rauninni of lítilfjörlegt, og hann nam hana á brott frá Albert. Einn
fagran dag í höll Filippusar II. varð Posi markgreifi þreyttur á að
predika um frelsi í sljó eyru harðstjórans, þannig að hann dró
korða sinn úr slíðrum og rak kónginn í gegn. Og Prómeþeifur stóð
upp af bjargi sínu og ruddi Ólympstind, og Fást sem kraup á kné
fyrir jarðarandanum tók sig til og sölsaði undir sig lendur hans og
yfirbugaði hann með gufu, með rafmagni, með fræðilegri
rannsókn. Skoðum ásýnd skáldlegra danskra bókmennta þegar
þær koma fyrst fram á sjónarsviðið. Sú ásýnd er Aladdin sem held-
ur fram rétti og sigurvænleika skáldskaparins og einfeldninnar.6
Þetta verk er skáldskapur um skáldskap, skáldskapur sem upphef-