Skírnir - 01.04.1989, Side 109
SKÍRNIR INNGANGUR AÐ MEGINSTRAUMUM
103
ur eigin rétt, skáldskapur sem sér sjálfan sig í spegli og dáist undr-
andi að eigin fegurð, og er því á góðri leið með að verða linur og
lostafullur Narkissos. Og þar að auki: Aladdin er snillingsmyndin
og með uppskrúfaðri dirfsku þessa guðdómlega anda steypir
Oehlenschláger Fástmyndinni af stóli, breytir Fást í Nureddin og
lætur hann loks daga uppi sem Wagner. Eg held í skefjum fátæk-
legri aðdáun minni á þessu kvæði og hvika ekki frá settu marki. Al-
addin er snillingsmyndin, en hvers konar snillingur? Við hvers
konar snilling á þessi mynd? Ef til vill listamenn eins og Oehlen-
schláger sjálfan eða samtímamann hans, Lamartine, en vissulega
ekki við listamenn eins og Shakespeare, Leonardo, Michelangelo,
Beethoven, Goethe og Schiller, Fíugo og Byron, allra síst við
Napóleon sem var þó kannski helsta orsökin fyrir sköpun Aladd-
ins. Því að snillingurinn er ekki hugkvæmur slæpingi heldur hug-
kvæmur framkvæmdamaður og þeir meðfæddu hæfileikar eru að-
eins verkfæri en ekki verkið sjálft.
A eftir fylgja persónur eins og norskir jöfrar Oehlenschlágers,
Hákon, Pálnatóki, Axel, Hagbarður; ímyndir styrks og gæsku.7
Þó að hugarflugið að baki sköpun þeirra nægi ekki til að gera þá
forneskjulega standa þeir of fjarri samtíðinni til að verka á hana. I
allri sinni fegurð eru þeir of óraunverulegir og göfugir til að geta
með nokkru móti endurspeglað samtímann. Þar með eru raunhæf
áhrif þeirra á hugsunarhátt almennings ærið takmörkuð, enda birt-
ast þeir sem fornaldarhetjur. Þessar persónur setja ekki mark sitt á
sálarlíf líðandi stundar. Að yfirlögðu ráði eru sálarlýsingar þeirra
gerðar fornfálegar og reynt er að sneiða hjá öllu sem er eiginlega og
auðsjáanlega nútímalegt. Lærdómsríkt er að gera samanburð á
þessum norsku jöfrum og hetjum samtímaleikritunar, í verkum
Victors Hugo. Hugo skortir kannski skáldleg tilþrif, en maður
finnur sterkar fyrir andblæ nýrra tíma þegar maður fylgist með
fnæsandi almúganum skríða um sviðið í leikritum hans. Þess vegna
voru fyrstu harmleikir hans bannfærðir af yfirvöldum, nokkuð
sem hefur aldrei komið fyrir dönsk verk. Það síðarnefnda getur
maður skýrt að eigin geðþótta, annaðhvort sem tákn um ljóðrænt
eðli dansks skáldskapar eða sem merki þess að hann sé ekki í nein-
um tengslum við veruleikann. Bókmenntagrein sem fjallar um
miðaldir í stað fornaldar elur af sér persónur sem eru að fullu sam-