Skírnir - 01.04.1989, Page 112
106
GEORG BRANDES
SKÍRNIR
rauninni eina dæmigerða danska skáldverkið og það eina fróðlega
fyrir útlendinga. Þar er öllu máttleysi og öllum ónytjungshætti
evrópska afturhalds-tímabilsins safnað í eina hít. Adam Homo er
venjulegur maður, látum svo vera, en hann er maður frá tíma
Kristjáns áttunda. Um leið hverfa hér þær heimspekilegu hræring-
ar sem hingað höfðu borist erlendis frá. Skóli Hegels er kæfður
strax í fæðingu, Kierkegaard leysir Heiberg af hólmi og trúarofsinn
hugsunarástríðuna. Um stundarsakir fjara heimspekilegu hræring-
arnar út án þess að hafa leitt til nokkurrar bókaútgáfu og því síður
til nokkurs ritverks. Siðferðilegu trúarhræringarnar sem við taka
eiga hliðstæður og framhald í skáldskapnum. Hópur snoturra en
barnalegra sveitasagna, hjarðsýn nítjándu aldar, fylgir trúar-
straumnum. En áhugi manna á opinberunartrú og meinlætasiðum
eykst stórum. Þeir taka hver öðrum fram í að hrúga upp hugsýnum
sem eru svo fjarstæðukenndar að raunveruleikinn sést aðeins í
fjarska sem svartur depill.
Hvar brýst straumurinn fram? I persónum eins og Kalanusi
Paludan-Mullers sem í eldmóði brennir sjálfan sig á bálinu eða
Brandi Ibsens, þar sem siðareglan knýr helming mannkynsins til
að svelta í hel vegna hugarsýnar.10
Og þar stöndum vér að lokum. Yfir háfleygari hugsjónum en
annarstaðar í Evrópu og andlegri lágkúru sem á fáa sína líka. Maður
þarf að vera einstaklega barnalegur til að trúa því að líf vort sam-
svari þessum persónugerðum. Svo sterkur hefur straumurinn verið
að jafn uppreisnargjarn maður og Ibsen er hrifinn af honum. Er
Brandur bylting eða andspyrna? Það er ekki gott að segja, svo mik-
ið hefur þetta kvæði af hvoru tveggja.
Tvær meginhugmyndir síðustu aldar voru þessar: í vísindunum
frjáls rannsókn, í skáldskapnum frjáls mannúðarboðskapur. Það
sem fylgir ekki þessum straumi lifir hrörnunarskeið og úrkynjast.
Því utan þessara hræringa eru allar hræringar villimannlegar; í vís-
indunum villimannleg skólaspeki, í listinni og skáldskapnum tor-
kennilegir líkamar og hugir sem eru bæði tilbreytingarlausir og
óraunverulegir.
Látum Marsbúa, sem aðeins hefur lesið dæmigerðan danskan
nútímaskáldskap, hafa nokkur erlend nútímaleikrit til lesturs, t.d.
Le fils naturel eftir Alexandre Dumas, Les fils de Giboyer og Les