Skírnir - 01.04.1989, Side 113
SKÍRNIR INNGANGUR AÐ MEGINSTRAUMUM
107
effrontés eftir Emile Augier. Með því móti kemst hann í kynni við
ótal samfélagseinkenni og vandamál sem hann þekkti ekki fyrir,
því að þrátt fyrir að þau finnist í dönsku samfélagi er þau ekki að
finna í bókmenntum vorum. Siðferðilegt hamsleysi er nefnilega
hliðstæða siðferðilegrar hræsni. Hvað hefur orðið af umskiptunum
frá upphafi aldarinnar, þegar maður sá í fyrsta skipti, hér eins og
annars staðar, glitta í skáldskap að baki eininganna þriggja, guð-
dóm að baki heilagrar þrenningar, hamingju að baki vanafasts hjú-
skapar, sannleika að baki hindurvitna, jöfnuð að baki stétta-
skiptingar og stéttamisréttis, frelsi undan höftum þess viður-
kennda, undan taumhaldi samferðamanna og samfélagssiða!
Oehlenschláger leysti danskan skáldskap undan siðareglum
nytjatímabilsins. Hann vann frækinn sigur eftir harða baráttu og
skáldskapurinn varð frjáls. Heiberg skipaði skynseminni í öndvegi
við hlið skáldskaparins, hann frelsaði fagurfræðilega gagnrýni frá
tilfinningarökleiðslunni og lagði nýjar lendur undir heimspekina.
Síðan hófst kröfugerð fyrir pólitísku frelsi. En forsprakkarnir í
bókmenntunum svöruðu: Hvað eruð þið að fjasa um pólitískt
frelsi? Hið sanna frelsi er innra frelsi viljans, það getið þið öðlast og
þá verður pólitískt frelsi merkingarlaust.
Og menn skrifuðu langar frumspekilegar ritgerðir um frelsi
viljans, löghyggju og vitfirringu, en þeim tókst samt ekki að lægja
öldurnar og vér öðluðumst pólitískt frelsi. Ætti forsenda nýrra
framfara ekki að vera að gera frelsið að vígorði á nýjan leik; andlegt
frelsi, að menn hrópi einhuga: Vér krefjumst hugsunarfrelsis og
frjálsrar mannúðar. Það nægir ekki að svarað verði: „Hvað eruð
þið að fjasa um frelsi, þið hafið allt það sem þið getið óskað ykkur! “
og er þá átt við pólitískt frelsi. En fólk lætur ekki þar við sitja. Það
er ekki jafnmikil þörf á að breyta ytri lagabálkum eins og þeim sem
felast í almenningsálitinu, þeim jarðvegi sem yngri kynslóðin verð-
ur að breyta frá grunni, plægja þannig að nýjar bókmenntir geti
skotið rótum. Meginstarfið felst í að leiða straumana, sem eiga
upptök í byltingunni og framfarahugmyndum, eftir fjölda farvega
hingað og stöðva afturhaldið alls staðar þar sem sögulegu hlutverki
þess er lokið.
Jón Karl Helgason þýddi.