Skírnir - 01.04.1989, Page 114
108
GEORG BRANDES
SKIRNIR
Athugasemdir þýðanda
Þetta er þýðing á fyrsta fyrirlestri danska bókmenntafræðingsins Georgs
Brandesar (1842-1927) í fyrirlestraröðinni sem hann flutti við Kaup-
mannahafnarháskóla og kallaði Hovedstromninger i det 19de aar-
hundredes litteratur. Fyrirlesturinn var upphaflega fluttur 3. nóvember
1871 og birtist ári síðar á bók sem inngangur að lestrunum sem Brandes
flutti veturinn 1871-1872 og nefndi Emigrantlitteraturen.
Þegar Brandes gekk frá fyrirlestrinum fyrir prentun í heildarútgáfu
verka sinna (Samlede skrifter lV (Köbenhavn 1900), s. 10-13), breytti hann
textanum nokkuð, jók sumu við en felldi annað niður. Hér hefur uppruna-
legi textinn verið lagður til grundvallar (Emigrantlitteraturen (ljósprentun
á upprunalegu útgáfunni, Kaupmannahöfn 1971), s. 11-23) nema hvað
tveimur lengstu aukaefnisgreinunum úr seinni útgáfunni hefur verið bætt
inn á viðeigandi stöðum. Þær eru afmarkaðar með hornklofum.
Ég þakka Gunnari Sigurðssyni og Keld Gall Jörgensen yfirlestur á þýð-
ingunni og góðar ábendingar.
1. Guðfræðileg skynsemishyggja (teologisk rationalisme) kveður á um
að skynsemin sé réttur mælikvarði í trúarlegum efnum.
2. Spurningin um vilja hefur löngum verið ein af meginspurningum
heimspekinnar; hverju getur maðurinn ráðið með vilja sínum og hvaða
lögmálum er hann ofurseldur? Þessi spurning var mönnum hugleikin
á síðustu öld, t.d. veltir Ibsen henni fyrir sér í Brandi. Þar stillir hann
viljastyrknum andspænis erfðasyndinni og siðareglum þjóðfélagsins.
3. Nathan spaki erumburðarlyndur gyðingur, aðalpersónaíljóðleikeftir
þýska skáldið Gotthold Ephraim Lessing (1729-1781). Verkið nefnist
á frummálinu Nathan der Weise og er sögusvið þess Jerúsalem á tímum
krossfaranna.
4. Hans Martensen (1880-1884) var áhrifamikill danskur guðfræðingur,
prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Grundvöllur „íhugandi trú-
fræði" (spekulative dogmatik) hans er sú kenning að maðurinn sem
sköpunarverk geti aðeins skilið heiminn með því að gera ráð fyrir Guði
sem forsendu hans og stjórnanda. Með „kristilegri trúfræði“ (kriste-
lige dogmatik) vill Martensen útsetja grunnhugsun rómantíkurinnar
um einingu vísinda og trúar þannig að alheimurinn sé hringlaga kerfi
með kristindóminn sem kjarna er mannvísindi, listir og svo framvegis
lykjast um.
5. Werther er aðalpersóna í fyrstu skáldsögu þýska skáldsins Johanns
Wolfgangs von Goethe (1749-1832), Die Leiden des Jungen Werthers
(1774; íslensk þýðing Gísla Asmundssonar, Raunir Werthers unga,
kom út 1987). Werther er ungur maður sem verður ástfangin af stúlk-