Skírnir - 01.04.1989, Page 115
SKÍRNIR
INNGANGUR
109
unni Lottu. Sá annmarki er á ráði hans að Lotta er trúlofuð öðrum
ungum manni sem heitir Albert. Werther er ekki einasta útundan í
þessum sérkennilejja ástarþríhyrningi heldur finnst honum hann vera
utanveltu í lífinu. I raunum sínum í sögulok sviptir hann sig lífi.
Fást (Faust) er aðalpersóna í samnefndu leikverki sem Goethe var
bróðurpart ævinnar að semja. Fást er haldinn óslökkvandi löngun eftir
þekkingu. Hann kallar til dæmis með töfrum fram jarðarandann sem
allt veit og finnur andspænis honum fyrir vanmætti sínum og þekking-
arleysi. Andstæða Fásts í verkinu er Wagner, meðan Fást leitar að
sannri þekkingu er Wagner ástríðulaus fræðasnati á höttum eftir
titlum.
Vilhjálmur Meister (Wilhelm Meister) er aðalpersóna í þroskasögu
Goethes, Wilhelm Meisters Lehrjahre sem út kom í fjórum hlutum á
árunum 1795-1796 og einu síðasta verki Goethes, Wilhelm Meisters
Wanderjahre oder die Entsagenden, sem út kom í endanlegri gerð
1829.
Prómeþeifur (Prometheus) er upphaflega nafn á ljóði sem Goethe
orti árið 1774 og átti að vera hluti af stærra leikverki. Efniviðurinn er
úr grísku goðafræðinni: Prómeþeifur er jötunninn sem stelur eldinum
af goðunum og færir mönnunum. Seifur hegnir honum með því að
fjötra hann við bjarg. Par líður Prómeþeifur vítiskvalir því örn kroppar
án afláts í lifur hans, aðsetur girndanna, en hún vex aftur um nætur.
Posi markgreifi (Marquis Posa) er persóna í harmleik eftir þýska
skáldið Friedrich von Schiller (1759-1805) sem nefnist DonCarlos, In-
fant von Spanien. Karl þessi, sonur Filippusar II. Spánarkonungs, er
ástfanginn af stjúpmóður sinni, Elísabetu. Hann trúir vini sínum, Posa
markgreifa, fyrir tilfinningum sínum og Posi undirbýr ástarfund Karls
og Elísabetar. Posi er málsvari lýðfrelsis og umburðarlyndis í trúmál-
um en honum verður lítt ágengt að sannfæra Filippus um réttmæti
skoðana sinna. Filippus kemst að ástarhug Karls og lætur handtaka
hann en myrða Posa vegna aðildar að málinu.
6. Aladdin er aðalpersóna í samnefndum ljóðleik eftir danska skáldið
Adam Oehlenschláger (1779-1850) og er byggður á ævintýri úr 1001
nótt. Aladdin er fátækur áhyggjulaus unglingur sem galdramaðurinn
Nuredin lokkar til að sækja töfralampa fyrir sig inn í fjall nokkurt. I
þessu skyni lætur Nuredin Aladdin fá töfrahring sem flytur handhaf-
ann hvert á land sem er. Þegar Aladdin hefur náð lampanum og jafn-
framt valdi á hinum almáttuga anda sem í lampanum býr svíkst hann
um að skila Nuredin gripnum. Leikritið snýst síðan um baráttu þeirra
Nuredins og Himbads bróður hans að ná lampanum af Aladdin. Það
er gjarnan túlkað þannig að Aladdin sé skáldið, lampinn tákni snilli-
gáfu skáldsins og hringurinn hið skáldlega ímyndunarafl.
7. Hér er um að ræða aðalpersónur í fjórum leikverkum sem
Oehlenschláger samdi á fyrstu áratugum 19. aldar en efni þeirra er