Skírnir - 01.04.1989, Side 118
112
JON KARL HELGASON
SKÍRNIR
(revolution og reaktion). Andspyrnan er ekki neikvæð í sjálfu sér
heldur veitir hún undangenginni byltingu nauðsynlegt aðhald, tek-
ur dýrmætustu þætti hennar til athugunar, lagar þá að sínum eigin
og leggur grunn að frekari þróun. í stað þess að tala um heims- eða
tíðaranda, eins og Hegel, segir Brandes að þarna eigi sér stað breyt-
ingar á hugsunum og tilfinningum þjóðanna, breyting á sálar-
ástandinu í Evrópu.3
Hegel ætlar heimspekingum að lýsa sögu heimsandans. Brandes
er ekki heimspekingur, en hann tekst á við þetta verk í trausti þess
að sálarástandið birtist með áþreifanlegustum hætti í bókmennt-
um.4 Þetta viðhorf má meðal annars rekja til kenninga Þjóðverjans
Johanns Gottfrieds von Herder (1744-1803), sem oftast eru nefnd-
ar í tengslum við rómantísku stefnuna í Þýskalandi. 1 tilviki Brand-
esar er þó nærtækara að minnast franska bókmenntafræðingsins
Hippolyte Taines (1828-1893), en doktorsritgerð Brandesar, Den
Franske æstbetik i vore dage (1870), fjallar einmitt um skáldskapar-
kenningar hans.
Lærifaðir Taines, Charles Augustin Sainte-Beuve (1804-1869) -
einn upphafsmanna ævisögulegra bókmenntarannsókna —telur or-
saka fyrir tilurð og einstökum atriðum bókmenntaverks að leita í
sálarlífi og ævi höfundarins. Taine tekur ytri þætti inn í skýringar
sínar. Hann segir bókmenntaverk mótuð af þremur meginþáttum;
kynþætti þess sem ritar, umhverfi hans og þeim tíma sem verkið er
skrifað á. Sérhvert ritverk er þar með söguleg heimild um þjóð
höfundarins, ritunarstað og ritunartíma. I þessu samhengi liggur
verksvið bókmenntafræðinnar á mörkum heimspeki og sagnfræði,
hlutverk hennar er að lesa sálarástand þjóða út úr bókmennt-
unum.5
A því eru þó vissir annmarkar. I formála að enskri bókmennta-
sögu sinni, Histoire de la littérature anglaise (1863), skrifar Taine:
Eg hef tekið mér fyrir hendur að skrifa bókmenntasögu til að lýsa sálar-
ástandi þjóðar; og það er ekki að ástæðulausu að ég kýs nefnda þjóð [Eng-
lendinga]. Það verður að velja þjóð sem býr að miklum og fullkomnum
bókmenntaarfi og þær eru ekki á hverju strái. Fáar þjóðir hafa, alla sína tíð,
hugsað og skrifað vel, í fyllstu merkingu þess orðs.6