Skírnir - 01.04.1989, Page 121
SKÍRNIR
TÍMANS HERÓP
115
Á mínum yngri árum var ég svo heittrúaður að það nálgaðist meinlætalifn-
að. Þetta breyttist til muna á tuttugasta og öðru aldursári mínu þegar ég
stundaði nám í heimspeki. I mínum augum er trúin nú aðeins meðvitaður
og fullkominn trúnaður við það góða, það sanna eða það rétta, í öllum þess
myndum.10
Þessi orð lýsa reynslu sem var sameiginleg mörgum samtíma-
mönnum Brandesar. Aukin áhrif vísinda á 19. öld gengu nærri
undirstöðum kristindómsins án þess að fylla það tóm sem hann
skildi eftir sig. Brandes tekur upp trú á „það góða, það sanna eða
það rétta“, en í innganginum birtist hún í kröfum hans um frjálsa
mannúð, rannsóknarfrelsi og hugsunarfrelsi.
Frjáls mannúð er óljóst hugtak hjá Brandesi, en það má rekja til
hugsjóna frönsku byltingarinnar um jafnan rétt allra manna til
mannsæmandi lífs. Krafan um rannsóknarfrelsi er heldur ekki ný af
nálinni en verður eðlilega fyrirferðarmikil hjá kynslóð sem trúir á
mátt vísinda til að leita sannleikans, skapa betri lífsskilyrði og eyða
fordómum. Hugsunarfrelsið sem Brandes talar um er loks sam-
bærilegt við það einstaklingsfrelsi sem boðað var af forsprökkum
nytjastefnunnar, þeirra á meðal John Stuart Mill (1806-1873). í riti
sínu, On Liberty (1859), setur Mill fram þá grundvallarreglu að
„það sé að eins sá tilgangur, að verja sjálfan sig, er veitt geti
mönnum, hvort heldr einstökum mönnum eða fleirum saman, rétt
til að hlutast í um hegðanfrelsi annara“.n Brandes hefur áþekkt
viðmið í baráttu sinni gegn fordómum sem hamlar framförum.
Eins og fram kemur í innganginum telur Brandes ekki nægja að
lögfesta frelsið, það þarf að berjast gegn almenningsálitinu, sem
hegnir mönnum fyrir að vera á annarri skoðun en „klíkan".
I innganginum lýsir Brandes því hvernig Fást nýja tímans gerði
uppreisn gegn jarðarandanum, sölsaði undir sig lendur hans, „og
yfirbugaði hann með gufu, með rafmagni, með fræðilegri
rannsókn“. í þessum orðum birtist vísindatrúin sem áður var
nefnd, en einnig vísir að snillingsdýrkun Brandesar, aðdáun hans á
heimssögulegum einstaklingum sem rísa gegn straumi tímans og
breyta farvegi hans. Danski bókmenntafræðingurinn Sven Moller
Kristensen lýsir þeim svo: