Skírnir - 01.04.1989, Page 123
SKÍRNIR
TÍMANS HERÓP
117
um er erfitt að lesa sögu þjóðarinnar út úr bókmenntunum, þær
lýsa aðeins doða og stöðnun í andlegum efnum. Sögusviðið er ekki
samtíminn heldur norrænar miðaldir og sögupersónurnar hvorki
framkvæmda- né samtímamenn. Verkin tala ekki vitsmunalega til
lesenda og vekja þá ekki til umhugsunar um stöðu sína eða samfé-
lagsins. Dönsk skáldverk eru þess í stað ljóðræn og fögur ævintýr
sem fólk les til að gleyma vandamálunum sem bókmenntirnar ættu
að setja á oddinn.14 Það er að hluta til sök skáldanna að hugsunar-
háttur þjóðarinnar er í dái, 40 árum á eftir forystuþjóðunum.
I samræmi við vísindahyggjuna og kenningar Taines leggur
Brandes áherslu á að finna skýringar á bágri stöðu danskra bók-
mennta og samfélags. Hann bendir á að þjóðina, kynþáttinn, hafi
ætíð vantað sterkan og frumlegan framfarakraft. Framfarirnar eru
undir því komnar að menn tileinki sér erlendar hugmyndir, en það
hafa þeir einungis gert endrum og eins og þá aðeins með hálfum
huga. I samtímanum er, að sögn Brandesar, algjör skortur á að
Danir taki við nýjum hugmyndum. A sama hátt heldur almenn-
ingsálitið, umhverfið, aftur af skáldunum. Loks bætir Brandes við
einum þætti enn, sem má ef til vill tengja ævisögurannsóknum
Saint-Beuve. Hann bendir á að þeir sem skrifi danskar bókmenntir
séu upp til hópa prestlærðir menn og beri bókmenntirnar keim af
því uppeldi.
Um svipað leyti og Brandes flytur fyrstu fyrirlestra sína er sósía-
listaflokkur stofnaður í Kaupmannahöfn. Margir tengja þessa tvo
viðburði saman og telja Brandes róttækan vinstrimann sem efna
vill til þjóðfélagsbyltingar. Raunin er að Brandes trúir á einstakl-
ingsfrelsi innan borgaralegs samfélags meðan sósíalistarnir vilja af-
nema það síðarnefnda. Byltingin sem Brandes boðar er hugarfars-
bylting.
Viðbrögðin við boðskap hans eru margvísleg. Fjöldi skálda,
þeirra á meðal Henrik Ibsen og Bjornstjerne Bjornson, taka
áskoruninni um raunsærri bókmenntir. Aðrir úthrópa Brandes,
telja hann óþjóðlegan guðleysingja og uppreisnarsegg. Sjálfur lýsir
hann þessum viðbrögðum í formálsorðum að útgáfu Emigrant-
litteraturen 1872: