Skírnir - 01.04.1989, Síða 126
120
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
IV
Þann 12. janúar árið 1888 flytur Hannes Hafstein fyrirlestur í
Reykjavík sem hann nefnir „Hnignun íslensks skáldskapar“. Því
miður hefur fyrirlesturinn ekki varðveist í heild, heldur aðeins sá
útdráttur sem birtist í Fjallkonunni nokkrum dögum síðar.21
Hannes lýsir söguþróun aldarinnar með sömu orðum og Brand-
es og virðist þannig sjá söguna sem baráttu tveggja andstæðna eða
strauma; byltingar og andspyrnu (reaktion). Um þjóðernishyggju
segir hann:
Þessi straumur, sem gekk í gegnum álfuna á fyrri hluta aldarinnar og um
miðbik hennar, var náttúruleg reaktion móti hinum gersamlega skorti á
virðingu fyrir þeim náttúrulegu takmörkum, sem tungumálin setja hverju
landi.22
Eins og Brandes álítur Hannes að andspyrnan sé ekki neikvæð í
sjálfu sér, en hún má ekki staðna, „reaktion er aldrei nema reaktion,
það er árétting aftrábak, þegar oflangt hefir verið gengið áfram“.
Afturhaldssemi þjóðernishyggjunnar hefur að sögn Hannesar
„fyrir löngu brotnað á menntun og heilbrigðri skynsemi heims-
ins“.
Hannes er sammála Brandesi og Taine um tengsl skáldskapar og
strauma sögunnar. Hann segir að „skáldskaprinn hér á landi hress-
ist upp og verðr meiri og betri í hvert skifti, sem sannarleg pólitísk
hreyfing er í þjóðinni“. Þarna er engu að síður um gagnvirk áhrif að
ræða, „því skáld yrkja þó ekki eingöngu vegna hreyfinga í þjóð-
inni, heldr syngja þeir stundum nýjar hreyfingar inn í sína þjóð“.
Hannes telur hlutverk skáldanna að hafa áhrif á tíðarandann,
breyta heiminum í samræmi við nýjar hugmyndir; frelsishugsjónir
og einstaklingshyggju í anda Mills. Hann segir:
Því hefir verið slegið föstu gegnum blóð og baráttu, að allir menn eru
menn. Það er tímans krafa, að hver maðr geti orðið sem frjálsastr, mestr og
bestr, með því að nota sinn eiginn kraft, því að sú frægð, að tilheyra forn-
kunnri þjóð, er létt fyrir svangan maga.
Hannes vísar þjóðernishyggjunni á bug. Þjóðin er til fyrir einstak-
linginn en ekki öfugt: