Skírnir - 01.04.1989, Síða 127
SKÍRNIR
TÍMANS HERÓP
121
Til þess að stuðla að því, að mönnunum geti liðið vel, þarf að komast eftir
þeirra meinum, mannfélagsmeinunum, sem standa einstaklingnum fyrir
þrifum, svo þau geti orðið læknuð, og það er meðal annars skáldanna og
sálfræðinganna háleita ætlunarverk, að grafast eftir þeim. Vor tíð er sára-
könnunarinnar og lækninganna tíð í andlegu og líkamlegu tilliti. Tímans
heróp er líf persónunnar, ekki gloría um hina afdregnu hugmynd: þjóð.
Vor tími er tími hinna verklegu framfara, gufunnar og rafmagnsins og
rannsóknarinnar stolti tími.
Þessi orð eru í samræmi við kenningar frönsku raunsæishöfundnna
og kröfu Brandesar um að bókmenntir taki vandamál til umræðu.
Sú framfaratrú sem lýsir sér í tilvitnuninni er í bjartsýnisanda nítj-
ándu aldar sem er áberandi hjá Brandesi, en síðustu orðin eru ein-
mitt samhljóða frásögninni í innganginum af því þegar Fást nýja
tímans sölsar undir sig lendur jarðarandans.
A þessum grunni gagnrýnir Hannes íslenskar bókmenntir, sem
hann telur ófrumlegar og afturhaldssamar:
Hugmyndirnar hafa verið teknar orðréttar og hugsunarlaust upp frá öðr-
um löndum, því landið hefir orðið rifið með í tímans straum á sínum tíma,
þegar þessar hugmyndir höfðu líf og sögulegan rétt. [. . .] Hin umtalaða
reaktion hefir haldið hér áfram sem trúarsök, og er hér enn ríkjandi ofan á.
[...] Það er í anda og krafti þessara hugmynda, sem einusinni áttu á sér rétt,
enn nú eru dauðar, að skáld vor hafa orkt hingað til.
Tengslin við inngang Brandesar eru ljós, munurinn er að Brandes
gagnrýnir danska rithöfunda, Hannes þá íslensku. Umfjöllun
Hannesar um eldri skáld miðar að því að sýna fram á „þessa
gersamlegu stönsun“ skáldskaparins. Allir þeir höfundar sem hann
fjallar um, að Gesti Pálssyni undanskildum, eru afturhaldssamir.
Þeir „standa á sama grundvelli, áþjóðernisátrúnaðarins og þjóðar-
tilbeiðslunnar gamla grundvelli, og yrkja út frá honum“. I stað þess
að gegna hlutverki sínu - lækna mannfélagsmeinin, boða einstakl-
ingsfrelsi og vinna að framförum - endurspegla skáldin andlega
stöðnun. Hannes telur táknrænt
[. . .] að flest af því sem kveðið er hér á landi nú sem stendr skuli vera
grafljóð. Það er náklukkunnar dinglum-dangl yfir dauðum og útslitnum
hugmyndum.