Skírnir - 01.04.1989, Qupperneq 128
122
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
En það eru ekki bara skáldin sem hafa brugðist. Hannes gagn-
rýnir eina bókmenntafélagið í landinu, Hið íslenska bókmennta-
félag, fyrir að hafa einangrast í fornmenntum.. Hugsandi menn
viðurkenna „að íslensk tunga og bókmentir lifa ekki eingöngu á
jórtri þess, sem étið var áðr; íslenskan er lifandi tunga, en ekki dautt
mál, og má ekki sækja alla sína næringu og alla sína tilveru til dauðs
mentunarstigs". Hannes telur að hlutverk félags af þessu tagi sé að
efla lifandi skáldskap í landinu og ein leið til þess sé að efna til verð-
launasamkeppni. Athugasemdin um íslenskuna sem lifandi mál er
annars í anda Fjölnismanna eins og reyndar fleira hjá Hannesi, svo
sem vikið verður að síðar.
Sama ár og Hannes flytur fyrirlestur sinn sér hann um útgáfu á
kvæðum Hjálmars Jónssonar (1796-1875), Bólu-Hjálmars. I ævi-
sögu skáldsins, sem Hannes skrifar framan við útgáfuna, er beitt
bókmenntafræði þeirra Saint-Beuve og Taine. Hannes skýrir
kvæðin út frá kynþætti, umhverfi og uppeldi Bólu-Hjálmars, þau
beri merki um menntunarleysi hans og bág kjör en séu jafnframt
raunsæisskáldskapur eins og hann gerist sannastur:
Hann [Hjálmar] átti alla ævi að berjast við alla þá megurð, vanþakklæti og
óblíðu náttúrunnar, sem Island hefur til, og búa við þá menn, sem fá mestan
andlegan stimpil einmitt af þessum eiginleikum. Hann þekkir naumast
annað. En það er hans heiður, að hann fór aldrei í kveðskap sínum að
skreyta eða skrökva í brestina, og segja frá öðru en hann vissi. [...] Hann
lýsir ósjálfrátt, án þess hann, í skáldfræðilegum skilningi, ætli að gefa lýs-
ingu; [. . .] Lífið í kring um hann, eða það sem fyrir hann ber, gagntekur
hann, og stendur svo í honum, [. . .] að hann hefur ekki frið fyrir sjálfum
sér nema hann lofi því að komast út aftur, og speglast þá hjá honum miklu
víðtækari svæði en orð virðast liggja til í skjótu bragði.23
Þarna er aðeins um speglun veruleikans að ræða, að mati Hannesar,
ekki beina lækningu.
Ennfremur er athyglisverð ævisaga Jónasar Hallgrímssonar
(1807-1845) sem Hannes skrifar á námsárum sínum sem formála
að ljóðasafni Jónasar og birtist 1883. Þar túlkar Hannes verk og
markmið Fjölnismanna þannig að hann gæti allt eins verið að tala
um sjálfan sig og Verðandimenn. Hann setur útgáfu Fjölnis í sögu-
legt samhengi við hinar miklu hreyfingar til frelsis og framfara sem