Skírnir - 01.04.1989, Page 129
SKÍRNIR
TÍMANS HERÓP
123
farið höfðu um alla Evrópu eftir 1830. Fjölnismenn eru þeir íslend-
ingar sem fylgdu straumnum á sínum tíma:
Tómas Sæmundsson, sem hafði komið til háskólans 1827, var einna fremst-
ur landa í Höfn um þessar mundir, ákafur í skapi og einlægur framfaramað-
ur. Hann hafði fylgt vel hreyfingunum, og sá hann og þeir hinir, að ekki var
framfara að vænta fyrr en þjóðin sjálf væri vakin til vilja og tilfinninga fyrir
sjálfri sér gagnvart öðrum þjóðum, og sæi sína eigin bresti í samanburði við
þær, og að það gæti ekki orðið með öðru en því að mennta þjóðina og opna
hana fyrir stefnum og straumum stærri þjóða. (308)
Hannes leggur áherslu á að Fjölnismenn hafi ætlað sér að hefja
stríð gegn hleypidómum, deyfð og framtaksleysi en „deyfð var það
einmitt, sem þeir töldu höfuðókostinn á Islendingum“ (315). Þjóð-
ernishyggja og fortíðardýrkun þeirra er réttlætanleg fyrir Hannesi
þar sem hvoru tveggja var ætlað að vekja þjóðina af svefninum.
Hann minnir á að Fjölnismenn hafi endurnýjað tungumálið og
Jónas barist gegn stöðnuðum rímnakveðskap.
Þegar Hannes víkur að kveðskap Jónasar leggur hann áherslu á
þann náttúruskoðara sem þar birtist:
Sem skáld er Jónas í sínu innsta eðli náttúruskáld (natúralisti) [. . .] skáld-
skapargáfa hans sameinaðist annari gáfu hjá honum, þeirri, að skilja anda
náttúruvísindanna og unna þeim og því öllu, sem þau kynntu honum og
komu honum í samband við. (330)
Þó að Hannes kalli Jónas natúralista dregur hann enga dul á róm-
antísk einkenni í skáldskap hans og finnst hann helst til andlegur á
stundum.
I heild dregur Hannes upp fagra mynd af Jónasi og félögum; þeir
eru ekki hluti andspyrnunnar heldur byltingarmenn. Ogæfa Is-
lendinga felst í að bylting þeirra bar ekki tilætlaðan árangur. Ef
marka má fyrirlestur Hannesar brugðust skáldin sem á eftir komu
þeirri skyldu að þoka skáldskap Jónasar og hugmyndum Fjölnis-
manna fram. Þau hættu að fylgja veraldarstraumnum.
Gagnrýni Hannesar á eldri skáld á ekki við um hans eigin
skáldskap. Kvæði hans geta ekki talist ófrumleg eða stöðnuð og
fortíðardýrkun eða þjóðernishyggja heyra til undantekninga. Mál-