Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 130
124
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
farið er hversdagslegra en hjá kynslóðinni á undan, bragarhættirnir
frumlegri og ljóðmælandi talar oftast um nútíðina. A hinn bóginn
er ekki hægt að segja að Hannes gefi fyrst og fremst sanna samfé-
lagsmynd í ljóðum sínum.
Það er aftur á móti til kafli úr skáldsögu eftir Hannes, Landsins
gagn og nauðsynjar, sem birtist í Austra 1885, þar sem hann gerir
sér far um að lýsa lífi í íslenskri samtímasveit á raunsannan, gagn-
rýninn hátt. Ung stúlka er börnuð af gamla hreppstjóranum,
neydd til að giftast honum og lifa óhamingjusöm í ástlausu hjóna-
bandi. Náttúran er óblíð og miskunnarlaus, börn deyja í kuldum,
kjör almennings eru bág og hjátrú ríður húsum. Bændur tala um
framfarir en fresta framkvæmdum. Slíka framkomu fordæmir
Brandes einmitt þar sem hann talar um að snillingurinn sé ekki
hugkvæmur slæpingi heldur hugkvæmur framkvæmdamaður.
Brandes óskar eftir umræðu um vandamál samtíðarinnar í bók-
menntunum, Hannes vill að menn kafi eftir mannfélagsmeinum.
Meinið sem hann berst gegn í kveðskap sínum er doðinn í íslensku
samfélagi. Dæmi um þann tón sem hefur yfirhöndina í ljóðum hans
eru eftirfarandi línur úr kvæðinu „Or bréfi“ (til Matthíasar
Jochumssonar) frá 1883:
Vor einkunn er af eymdum sprottin,
í amlóðaskapar forum bleytt;
að kasta öllu upp á drottin,
en ekki dirfast að gera neitt.
Við þurfum trú á mátt og megin,
á manndóm, framtíð, starfsins guð,
þurfum að hleypa hratt á veginn,
hætta við óláns víl og suð,
þurfum að minnast margra nauða,
svo móður svelli drótt af því,
þurfum að gleyma gömlum dauða,
og glæsta framtíð seilast í.
(112)
Hér eru á ferðinni sömu framfarahugmyndir og í fyrirlestri Hann-
esar, fortíðardýrkunin er gagnrýnd og ítrekað gildi þess að sýna líf-
ið eins og það er til að hvetja menn til dáða. I erindinu á undan kem-