Skírnir - 01.04.1989, Side 135
SKÍRNIR
TÍMANS HERÓP
129
Annars staðar í heiminum er skáldskapurinn skoðaður sem hið helzta og
bezta menningarmeðal þjóðanna; flestar mannúðar- og frelsishugmyndir,
sem beztu framfaramenn stórþjóðanna eru að berjast fyrir, eiga oftast nær
rót sína að rekja til skáldanna. (68)
A sama hátt segir í fyrirlestrinum um nýja skáldskapinn að skáld-
skapurinn sé „ekki einungis það bezta, heldur líka hið venjulegasta
meðal nú á tímum til þess að breyta hugsunarhættinum“ (93).
I inngangi sínum notar Brandes hvergi hugtakið raunsæi, heldur
krefst þess aðeins að bókmenntirnar og hið skáldlega séu notuð í
þjónustu hugmynda eða vandamála sem eiga rót sína í samtíðinni.
I grein um rússneska skáldið Ivan Turgenjev, sem Gestur þýddi
lauslega í Suðra árið 1883, segir Brandes aftur á móti að Turgenjev
sé „realisti, þar sem hann eptir skapferli sínu og öllu eðli hlaut að
telja ið náttúrulega ið eina sanna“.27 Brandes bætir við:
Hann [Turgenjev] hrasar heldur aldrei um þröskulda þá, sem realistunum
er svo mjög hætt við að falla um. Sumum þeirra hættir við að fara flestum
orðum og tala með mestri ánægju um það, sem ljótast er og viðbjóðslegast
í náttúrunnar heimi, en gleyma því, að allt slíkt getur því að eins orðið
skáldskapur, að listin felli sína snilldarblæju yfir allt, sem í sjálfu sér er ófag-
urt og hjúpi það með öllu, þó svo, að sannleikurinn sé hverjum manni ljós,
að náttúran skíni hvarvetna gegnum hjúpinn.28
í ávarpsorðum að Suðra, tekur Gestur í svipaða strengi. Þar segir
að blaðið fylgi „hinni svonefndu realistisku stefnu“ í list og skáld-
skap en hún telji „að ekkert sé fagurt ( d: eigi sæti í list eða skáld-
skap) nema það sé satt ( d: komi fyrir í mannlífinu eða náttúrunni)"
(120). Stefnan viðurkenni að margt sé satt sem sé ekki fagurt en
skilyrði þess að það geti orðið fagurt og þar með átt sæti í list eða
skáldskap sé að listamaðurinn hafi tilskylda hæfileika.
Líkt og Brandes gerir Gestur sér grein fyrir einhverju sem gerir
skáldskap að skáldskap. Brandes nefnir það hið skáldlega, Gestur
hið fagra. Gestur hefur hins vegar sérstöðu gagnvart Brandesi þar
sem hann lýsir því hvernig skáldin eiga að vinna verk sín:
Vér segjum, að skáldin eigi einmitt sjálf að leggja í stríðið, leita í mannlífinu
að yrkisefni og leggja allt í sölurnar til þess að afla sér réttrar þekkingar og
Skírnir - 9