Skírnir - 01.04.1989, Page 136
130
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
fastrar skoðunar á einstökum mönnum, á skipulagi mannfélagsins, hlut-
fallinu, sem einstaklingurinn stendur í við félagið, og svo á hann að yrkja á
þeim grundvelli, er slík rannsókn byggir honum. Hann á að skyggnast inn
í hjörtu og sálir manna, læra að þekkja þær, yrkja um þær. (121)
Hér talar Gestur sama máli og Balzac í innganginum að La Comé-
die humaine. Hann bætir við að skáldin eigi að gera sér far um að
tala skiljanlega til fólks og eins og Brandes gagnrýnir hann róman-
tísku skáldin fyrir að leita burt frá veruleikanum, hugga í stað þess
að bylta.
I fyrirlestrinum um nýja skáldskapinn tekur Gestur aftur upp
umræðu um „realisma“ en nú sem andstæðu „ídealisma". Gestur er
þarna að bregðast við fyrirlestri sem Benedikt Gröndal flutti til að
svara fyrirlestri Hannesar Hafstein. Lestur Benedikts er langur og
ítarlegur en þar kemur meðal annars fram sá skilningur á skáldskap
að hann sé „lýsing með orðum á einhverjum hugmyndum í veldi
fegurðarinnar“.29 Benedikt fordæmir raunsæismennina harðlega
og bendir á að í öllum skáldskap hafi menn eitthvert „ideal“ en
einnig „að ef menn yfirgefa veruleikann alveg, þá missir skáld-
skapurinn allt sitt aðdráttarafl".30
Gestur samsinnir þessu í fyrirlestrinum um nýja skáldskapinn.
Hann kveður „ídealisma“ og „realisma“ fara saman hjá öllum
skáldum frá alda öðli og þau skáld vera mest þar sem þessar hug-
myndir eru í jafnvægi. Eintómur „ídealismi“ missir sjónar af
mannlífinu en eintómur „realismi“ er ljót og ólistræn smásmygli.
Þarna tekur Gestur enn frekar undir orð Brandesar í greininni um
Turgenjev. Grundvallarkrafa Gests er þó krafa inngangsins, svo að
segja orðrétt:
Allur skáldskapur verður að vera í þjónustu einhverra hugmynda; allur
skáldskapur, hvað sem hann svo er kallaður, verður að vera innblásinn og
gagntekinn af idealismus, en vel að merkja þeim idealismus, sem ekki fer út
yfir mannlífið, því annars missir skáldskapurinn sína þýðingu. (75)
Með vissri einföldun má segja að munurinn á skoðunum Ben-
edikts og Gests felist í að sá fyrrnefndi leggur áherslu á það sem er
ekki, það fagra og skáldlega, meðan sá síðarnefndi leggur áherslu á