Skírnir - 01.04.1989, Page 138
132
JON KARL HELGASON
SKÍRNIR
Okkar þjóð og þjóðerni stendur ekki mestur háskinn af hafísnum eða
óblíðu náttúrunnar, heldur af því, að hugsunarhátturinn stendur kyrr, eins
og stöðuvatn, mann fram af manni. (93)
Sama viðhorfs gætir í lýsingu Gests á menntunarástandinu:
Engin andleg deila, ekkert andlegt stríð neins staðar. Og ástæðan er sú, að
það er engin hugmynd til í landinu, sem nokkur lifandi maður vill berjast
fyrir; enginn leggur neitt í sölurnar fyrir nokkurn skapaðan hlut [.. .] Allt
innihald einstaklinganna eru gamlar hugsanir og úreltar hugmyndir, ein-
tómar afturgöngur. Maður getur orðið myrkfælinn af því að hugsa um and-
lega lífið á íslandi. (111)
I fyrirlestrinum um lífið í Reykjavík segir Gestur slúðrið það eina
sem blómstri í bænum, það er nokkurs konar „andlegur aldingarð-
ur“ (64). Má jafna því við almenningsálitið sem Brandes telur
hamla framförum í Danmörku.
I umfjöllun um menntunarástandið fordæmir Gestur fornaldar-
dýrkun eldri skálda og þjóðarinnar allrar. Það er einkum með
henni sem íslenskur skáldskapur hefur haft áhrif á þjóðarandann.
Þau áhrif, rétt eins og áhrif fornbókmenntanna,
eru góð, að svo miklu leyti sem þau hafa vakið þjóðernið og glætt sjálf-
stæðis-tilfinninguna, en ill að því leyti sem þau hafa dregið nokkurs konar
nautsbelg af ástæðulausu þjóðardrambi yfir lítilsiglda og fámenna þjóð,
togað hana burt frá áhrifum annarra þjóða og reifað hugsunarháttinn forn-
eskjulegum og úreltum hugmyndum frá fornöld, þegar mannréttur ein-
staklingsins var einskis virtur og lögin voru höfð að leikfangi. (100)
Gesti finnst fornaldardýrkunin ekki aðeins draga afl frá samtíman-
um, eins og Brandes talar um, heldur bendir hann á að hún sé
byggð á röngum grunni. Feðranna frægð er goðsögn. I samræmi
við trúna á mótunarhlutverk bókmennta telur Gestur síðan að
fornaldardýrkunin, sérstaklega lestur fornsagnanna, endurspeglist
í þeim óeirðaranda og ribbaldaskap sem að hans mati einkennir líf-
ið í flestum sveitum landsins.
Að baki gagnrýni Gests búa hugsjónir sem hann lýsir svo í
ávarpsorðum Suðra: