Skírnir - 01.04.1989, Page 139
SKÍRNIR
TÍMANS HERÓP
133
Það er lífsskoðun vor, að mannúðin sé sá grundvöllur, er allt satt, rétt og
gott byggist á, og ekkert sé satt rétt og gott nema það hvíli á þessum grund-
velli. (123)
Þessi orð minna á tilvitnunina úr bréfi Brandesar til Bjornsons hér
að framan.
Gestur er þó ekki þeirrar skoðunar að eldri skáld séu ómannúð-
leg. Hann segir mannkærleika til dæmis eitt höfuðeinkenni í kveð-
skap Matthíasar Jochumssonar. Meinið í skáldskapnum er að
skáldin hafa ekki tækifæri til að fylgja straumi tímans né helga sig
list sinni; umhverfid setur þeim skorður. Gestur þekkir þetta af
eigin raun og telur grundvöll andlegra framfara í landinu felast í að
ríkisvaldið hlúi betur að skáldum. Niðurlag fyrirlestursins um nýja
skáldskapinn er svohljóðandi:
Eg hef enga minnstu von um nokkurt andlegt líf, nokkra andlega framför,
eða nokkra bærilega framtíð fyrir Islendinga, fyrr en skáldin fá á einhvern
hátt að njóta sín, því þá fyrst er mögulegt að einhverja ljósskímu leggi inn
í alla þessa þoku, sem liggur svört eins og myrkrið og þung eins og martröð
yfir öllum hugsunarhættinum á íslandi. (94-5)
Svipuð eru niðurlagsorð fyrirlestursins um menntunarástandið en
þar ganga hugmyndir Gests í líka átt og hugmyndir Hannesar, sem
hvatti Bókmenntafélagið til að stofna til verðlaunasamkeppni. An
þess að útfæra tillögu sína frekar leggur Gestur til að ríkið hlaupi
undir bagga með skáldum.
I niðurlagi fyrirlestursins um lífið í Reykjavík segir Gestur aftur
á móti að þarfasti maðurinn fyrir landið og þjóðlífið væri
kómedíuskáld, sem gæti sýnt okkur vel og greinilega, hvernig við lítum út
í spegli. Eg er hræddur um, að harla margir af okkur sæju þá, að þeir væru
bara hlægilegir Svörtupétrar í öllu þessu spili, sem spilað er á þessu landi.
Háðið, nógu napurt og nógu biturt, hefur um allan aldur heimsins verið
bezti læknirinn fyrir mannkynið. (71)
Hér tekur Gestur í sama streng og Hannes í ljóðabréfinu til Matt-
híasar.
I flestum smásögum sínum beitir Gestur háði til að sýna löndum
sínum hvernig þeir „líta út í spegli“. Hann dregur fram yfirdreps-