Skírnir - 01.04.1989, Page 140
134
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
skap hjá fólki í efri þrepum samfélagsins og teflir honum gegn bág-
indum þeirra sem minna mega sín. Hann varpar ljósi á mannfélags-
meinin í því skyni að læknaþau. Þau mein eru hjátrú, hræsni, eigin-
girni, græðgi, misrétti, skortur á samkennd og virðingarleysi fyrir
tilfinningum annarra. Fjórar sagna hans fjalla um elskendur sem ná
ekki saman; í „Sveitasælu“ stendur faðir stúlkunnar í veginum, í
„Kærleiksheimilinu" er það móðir piltsins ásamt sóknarprestin-
um, í „Vordraumi“ almenningsálit og sérgæska og í „Tilhugalífi“
þjóðfélagsaðstæður. Undantekningalítið ber það illa sigur af
hólmi.32 Að vísu er sagan um Grím kaupmann frábrugðin, þar sem
sú skoðun kemur fram að lífið sjálft gefi reikning fyrir því slæma
sem menn gera af sér. Sögusvið þessara sagna er samtíminn. Sem
sagnaskáld er Gestur því nokkuð samkvæmur þeim skáldskapar-
kenningum sem hann aðhyllist í fyrirlestrum sínum.33
Sama er að segja um flest ljóðanna sem eftir hann liggja.
í kvæðunum „Við leiði Jóhanns D. Melbye" og „Betlikerlingin"
leggur hann sig eftir að skýra frá „prísund og plágum öllum þeim,
/ sem píslarvottar gæfunnar líða hér í heim“.34 I „Keisarinn hlær“
deilir hann á þá sem láta sig engu skipta þótt þúsundir falli í styrj-
öldum og þá sem leiða ómældar hörmungar yfir þjóðirnar. Hann
sér þó fram á veginn:
Þá blómgun fyrst mannúð og frelsi vort fær,
er fólkið á keisaragröfunum hlær.
(30)
Aþekkt Hannesi Hafstein fjallar Gestur um sumarið sem ígildi
annarra afla, ekki aðeins byltingar eða vakningar eins og hjá Hann-
esi, heldur fyrst og fremst mannúðar. Hann ávarpar sumarið í
Sumarvísum:
reistu hvert mannsstrá, sem rétt er að falla,
reistu hvern fátækling, blessaðu hann.
Vermdu hvert hjarta, er lífsþreytan lýr.
Ljómaðu bjartast þar auminginn býr.
Nú er því tími að vinna og vaka
verk sinnar köllunar dýrmæt og skýr,
tími að líkna þeim lífshríðir þjaka.
Látum nú sjá, hvað vor mannást er dýr.
(44)