Skírnir - 01.04.1989, Page 141
SKÍRNIR TÍMANS HERÓP 135
í síðustu línunni ítrekar Gestur að orð og gjörðir verði að fara
saman, samhljóða Brandesi og Hannesi.
Gestur gagnrýnir einnig fortíðardýrkunina. „Islands minni“,
sem ort er í Winnipeg 1891, hefst á orðunum: „Til einskis er að
glápa á gamlar tíðir“. Þess í stað skal horfa fram á veginn, eða eins
og segir í kvæðinu „Til Islands":
Afram svo gegn stríðum straumum,
stórt er okkar mið,
rísum upp úr deyfð og draumum,
dáð býr engi’ í frið.
Lyftum neyð og oki alda,
- andinn sýni þor.
Framtíð áttu, fóstran kalda,
framtíð þín er vor.
(21)
VI
Tengsl milli inngangs Brandesar og ritverka Hannesar Hafstein og
Gests Pálssonar eru augsýnileg og umtalsverð. Þau eru bersýnileg-
ust í fyrirlestrunum þar sem hugmyndirnar eru teknar svo að segja
„orðréttar og hugsunarlaust upp“, svo vitnað sé í gagnrýni Hann-
esar á eldri skáld. Sumt í kenningum þeirra, sérstaklega Gests, má
engu að síður rekja til franskra höfunda.
Gagnrýni Hannesar og Gests á íslenskar bókmenntir er að mestu
samhljóða gagnrýni Brandesar á þær dönsku. Það er helst þegar
þeir fjalla um þjóðernishyggju, fornbókmenntirnar og hlutskipti
skálda að fram koma sjálfstæðari viðhorf.
En þó að hugsunin í fyrirlestrum Hannesar og Gest sé annarra
eign35 er ekki annað að sjá en að þeir séu henni trúir í öðru sem þeir
taka sér fyrir hendur. Þeir beita bókmenntarýni Taines í ritdómum
sem þeir skrifa og standast eigin kröfur til skáldskapar og lífsaf-
stöðu, hvor með sínum hætti.
Kveðskapur Hannesar er vissulega fjölbreyttur - þar eru per-
sónuleg ástarkvæði, pólitísk ádeilukvæði, gamansamur kveðskap-
ur í bland við þann alvarlegri - en um leið er hann heildstæður.36
Hannes fjallar um vandamál íslensks samtíma, andlega stöðnun og