Skírnir - 01.04.1989, Síða 142
136
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
úrræðaleysi, og hvetur til sömu hugarfarsbyltingar og í fyrir-
lestrinum. Pólitískur ferill Hannesar sýnir líka að honum var ekki
nóg að tala um framfarirnar. A tímabili hætti hann að yrkja en ein-
beitti sér að því að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd.
Skáldskapur Gests er einhæfari. Smásögur hans miða að því að
lækna mannfélagsmeinin með því að fjalla um þau á gagnrýnin hátt.
Sama máli gegnir um sum kvæða hans, meðan önnur minna á kveð-
skap Hannesar Hafstein eða jafnvel ljóð nýrómantísku skáldanna
íslensku í upphafi 20. aldarinnar.37
Báðir taka þeir undir þá skoðun Brandesar að bókmenntir tjái
ekki aðeins tíðarandann heldur hafi mótandi áhrif á hann. Þeim
áhrifum geti þær annað hvort beitt til að treysta ríkjandi hefðir eða
til að veita nýjum hugmyndum brautargengi.
Athugasemdir og tilvitnanir:
1. Þessi grein er byggð á samnefndri B. A. ritgerð sem skrifuð var við
Háskóla Islands vorið 1987 undir leiðsögn Arna Sigurjónssonar. Hún
birtist hér í breyttri mynd. Við gerð hennar hef ég notið ýmiskonar að-
stoðar, beinnar og óbeinnar, sem er ekki alltaf tíunduð í tilvísunum.
I þessu sambandi vil ég sérstaklega geta rits Sveins Skorra Höskulds-
sonar, Gestur Pdlsson - Ævi og verk, (Reykjavík 1965). Þar er meðal
annars fjallað um raunsæisstefnuna í Evrópu, fyrirlestra Brandesar og
áhrif Brandesar á Gest. Sá hluti greinarinnar sem fjallar um rætur hug-
mynda Brandesar ásamt ýmsu í kaflanum um Gest byggir á þeim
grunni sem Sveinn leggur.
2. Um Hegel og þráttarhyggju hans má sjá meðal annars: Kristján Árna-
son, „Mótsögn og miðlun“, Skírnir 1986, s. 21-50, Páll Skúlason,
Hugsun og veruleiki (Reykjavík 1983), s. 14-17 og Þorsteinn Gylfa-
son, Tilraun um manninn (Reykjavík 1970), s. 49-51.
3. Við Islendingar tölum um þjóðarsál í sambærilegri merkingu.
4. Rétt er að vekja athygli á að þegar Brandes talar um bókmenntir
(litteratur) á hann ekki eingöngu við fagurbókmenntir eða skáldverk
heldur texta almennt, þar á meðal rit um heimspeki, þjóðfélagsfræði og
vísindi. Skáldin og verk þeirra eru engu að síður í miðdepli bók-
menntaumræðu hans.
5. Þennan leshátt má að nokkru leyti bera saman við tilraunir miðalda- og
mannfræðinga til að fræðast um íslenska þjóðveldið með lestri Islend-
ingasagna.