Skírnir - 01.04.1989, Side 147
Greinaskrár
Eftir Georg Brandes á íslensku:
„Alfred de Musset og George Sand“ (Hannes Hafstein þýddi), Heimdallur
3. tbl. 1884, s. 37-42. Ur fimmta bindi Meginstrauma, upphaflega flutt
sem fyrirlestur veturinn 1875-6. Efni: Samanburður á skáldunum og
yfirlit yfir leið þeirra að því að verða „fullþroskuð í list sinni“.
„Esaias Tegnér" (Gestur Pálsson þýddi), Suðri 2. og 4. blað 1883, s. 7-8 og
15-16. Birtist á dönsku ári áður. Efni: Æviágrip skáldsins og skýring á
skáldskap þess í ljósi þess að Tegnér er “barn 18. aldarinnar, klassisk-
ur“.
„Falsfriður“ (Ólafur Feilan þýddi), Iðunn nýr flokkur 1919-20, s. 163-81.
Birtist á dönsku sama ár. Efni: Friðarþingið í lok heimstyrjaldarinnar
fyrri.
„Farandriddari" (Magnús Asgeirsson þýddi), Helgafell 1942, s. 35. Ljóð
sem Brandes birti á dönsku 1859.
„Frá Póllandi“ (dulnefni þýðanda: x4-), Iðunn 1885, s. 150-205. Birtist á
dönsku sama ár. Efni: Frásögn af Póllandsferð Brandesar 1885.
„Guðþjónusta í musteri hugsjónanna" (Ólafur Feilan þýddi), Iðunn nýr
flokkur 1919-20, s. 277-93. Birtist á dönsku sama ár. Efni:
Friðarsamningarnir í lok heimstyrjaldarinnar fyrri.
„Iwan Turgenjew (9. nóv. 1818 - 4. sept. 1883)“ (Gestur Pálsson þýddi,
stytti og endursagði), Suðri 20. blað 1883, s. 79-80. Birtist á dönsku
sama ár. Efni: Turgenjev lýsir öllum stéttum rússnesks samfélags, hann
er realisti en lætur þó listina fella snilldarblæju yfir allt sem í sjálfu sér
er ófagurt.
„Islendingar“ (þýðanda ekki getið, stytt og endursagt að hluta), Sunnan-
fari 12. tbl. 1900, s. 92—4. Birtist á dönsku og norsku sama ár. Efni:
Dómur Brandesar um smásögurnar „Upp og niður“ og „Vonir“ eftir
Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran) og leikritið „Sverð og bagall“ eftir
Indriða Einarsson, sem út höfðu komið á dönsku.
„Júdas“ (Sigtryggur Agústsson þýddi), Heimir 1. blað 1906, s. 12-18. Rit-
unartíma ekki getið. Efni: Tilraun til að uppreisa æru Júdasar Iskaríots.
„Kjör rithöfunda og listamanna" (þýðanda ekki getið), Eimreiðin 1909, s.
159-72. Inngangsræða fundar „Alþjóðafélagsins fyrir bókmenntir og