Skírnir - 01.04.1989, Page 152
ÖRN ÓLAFSSON
Halldór Stefánsson
og expressjónisminn
í ÞESSARIGREIN eru könnuö nokkur einkenni á smásögum Halldórs
Stefánssonar. Halldór var uppi á árunum 1892-1979. Hann var
ekki með afkastamestu rithöfundum, enda gegndi hann alla tíð
öðru starfi, og var kominn fast að fertugu þegar fyrsta bók hans
birtist. Þó liggja eftir hann 5 smásagnasöfn og 4 skáldsögur, auk
nokkurra óprentaðra leikrita, frá árunum 1930-73.
Sérkennilegustu verk þessa höfundar þykja mér nokkrar smá-
sögur hans fyrstu árin. Eg reyni að draga fram hver þessi sérkenni
eru, einkum í stíl, og hvaða hlutverki þau gegna innan sögunnar.1
Síðan er reynt að sjá þetta í víðara samhengi.
Hér verður vikið að fáeinum sögum úr fyrsta smásagnasafni
Halldórs, í fáum dráttum, sem kom út í Berlín 1930. Uröðru safni
hans, Dauðinn áþriðju hœð (Rvík 1935), tek ég einkum til athugun-
ar titilsöguna, sem er þriðjungur bókarinnar, og lítillega smásög-
una „Réttur“, sem birtist fyrst í samnefndu tímariti 1931. I því
tímariti birtist og árið 1934 sagan „Hinn mikli segull“, sem ekki
kom í bók fyrr en 1950.2 Þessar sögur eru því allar frá fyrri hluta 4.
áratugsins.
Ein viðmiðun þessarar umfjöllunar eru smásögur Gests Pálsson-
ar, sem birtust hálfri öld fyrr en fyrstu smásögur Halldórs. Þeirri
viðmiðun veldur þrennt; Gestur varð fyrstur Islendinga til að
leggja verulega rækt við smásögur, mjög var vitnað til sagna hans
sem fyrirmyndar á árunum milli stríða, og gerð hefur verið rækileg
könnun á ýmsum helstu einkennum þeirra.3 Margt bendir til að hin
mikilvægustu hafi einnig verið megineinkenni á öðrum vinsælustu
sagnaskáldum aldamótanna, og megi teljast til raunsæishefðar,4 en
helsti margt er órannsakað í þeim efnum.