Skírnir - 01.04.1989, Side 153
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
147
U mhverfislýsingar
Þeir sem víkja að stíl sagna á árunum milli stríða eru yfirleitt á einu
máli um að hann eigi að vera óáberandi, gegnsær. Þetta er sam-
kvæmt því útbreidda viðhorfi að skoðanir höfundar megi aðeins
birtast í atburðum sögu og lifandi persónum hennar, stíllinn á að
lúta efninu, samtímasaga á að vera á samtímamáli. Utbreidd virðist
trú á eðlilegan, sjálfsagðan stíl. Þetta er hluti af arfleifð raunsæis-
stefnunnar.5 Og í rannsókn Sveins Skorra Höskuldssonar á smá-
sögum Gests Pálssonar kemur fram að Gestur notar mjög lítið
sjaldgæf orð, stíll hans ber sterkan keim af hversdagslegu talmáli.
Hann forðast æ meir lýsingarorð sem sýna persónulegt mat, málar
í svart-hvítu, en gerir sér far um að höfða til ímyndunarafls lesenda
með óljósum ákvörðunarliðum svo sem „undur-blíðlega“ og
sýndarlíkingum: „var eins og dálítið fát á Ingvari.“ Þannig reynir
höfundur að hverfa í skugga sögu sinnar.6
Nú er þetta auðvitað ekki svo að skilja að skáldleg tilþrif séu illa
séð, eða að Gestur forðist þau. Hann skapar sögum sínum oft and-
rúmsloft eða forboða með náttúrulýsingum, einkum með veður-
lýsingum. Viðlíka umhverfislýsingar hafa verið alkunnar lengi.
Best finnst mér Gestur gera þetta í sögunni „Vordraumur“. Veður-
lýsingin í upphafi sögunnar er forboði um gang hennar, því fyrst
eru hlýindi, en síðan kemur hret, sem gerir vorboðann að blekk-
ingu, eins og ástina, aðalefni sögunnar. Þegar kemur að því að ástir
takist með Bjarna og Önnu, kemur blíður léttleiki í náttúrulýsing-
ar, þær sýna óbeint í hugi þessara persóna; ástaratlotin sem þau
vilja sýna hvert öðru. Til þess eru persónugervingar náttúrufyrir-
bæra:7
næturgolan þaut um andlit honum, vorhlý og hressandi, og fyrir neðan
túnið, rennislétt og skrúðgrænt, tók sjórinn við. Þar léku smábárur efst á
mararfletinum, bulluðu og hossuðu sér á allar lundir, og skvettu sér svo í
einhverjum æskugdska upp í fjöruna. Það var nærri því eins og þær hugsuðu
sér að kitla smáhnullungana þar, langaði til að spreka þeim til og láta þd
finna lífið og vorið; en svo hoppuðu þær aftur, eins og þær yrðu hræddar
við, hvað landið væri kalt og tilfinningarlaust að taka á. (bls. 214)
Eftir að Bjarni segir Önnu upp í bréfi, sýnir myndræn lýsing foss-
ins sjálfsmorðshugsanir hennar, sem ekki eru orðaðar beinlínis -
og einmitt lýsing fegurðar fossins sýnir freistinguna: