Skírnir - 01.04.1989, Side 155
SKIRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
149
Fyrstu sögurnar í fyrstu bók sinni mun Halldór hafa samið að
mestu leyti áður en hann fór til Þýskalands árið 1929.9 I þeim
drottnar hugmyndaframsetning, en ekki persónusköpun eða flétta,
og stíll þeirra sagna er mjög af sama tagi og í dæmi okkar frá Krist-
ínu Sigfúsdóttur, mótast af persónulegu mati. Sjá t. d. fyrstu sög-
una:
Þegar veðrið var gott og morgunsólin steypti logagylltri skikkju yfir
mjallhvítan náttkjól jarðarinnar, þá hoppaði Sigga litla glöð út um hjarnið,
eða hljóp með skíði sín upp á brún og sveif þaðan með flughraða niður í
dalinn aftur, yfir tárhreina snjóinn, sem hvergi var atadur af reyk eða
mannaförum. (bls. 4)
í framhaldi af þessu er lýsing foss, sem má bera saman við foss-
lýsingu Gests Pálssonar hér að framan:
Þarna sat hún og horfði á skrautlegan vetrarbúnað fossins og hlustaði á
sönginn hans. Hann var nú lágróma af hálsbólgu, en samt var það svo
undurþýtt og hressandi sem hann söng og álfarnir í hólunum tóku undir
með honum, langt niðri í dalnum sló áin nokkra snögga samhljóma og litla
lindin við fætur hennar suðaði ljúfa millirödd, en máninn skauzt undan
skýbarðinu og hellti daufri töfrabirtu yfir þessa náttúrugerðu hljómsveit.
(bls. 4)
Líking náttúrunnar við kór og hljómsveit er kannski í frumlegra
lagi, og á ég þá einkum við hálsbólgu fossins. Annars eru persónu-
gervingar líkt og hjá Gesti, en auk þess er tilfinningaþrungið, hefð-
bundið orðalag. I ritdómum frá þessum tíma er einmitt stundum
kvartað yfir því að í skáldsögum séu orð sem þrungin eru tilfinn-
ingum. Það er kallað að höfundur grípi fram í fyrir sögunni og voli,
og finnst ýmsum of mikið hafa verið gert af slíku.10
Þessa gætir enn í orðavali sögu Halldórs „Dauðinn á 3. hæð“ frá
1935, hún er þrungin orðum með neikvæðum blæ, t. d. í lýsingu
borgarinnar í upphafi:
Það glittir aðeins í götuljósin gegn um þokusúldina, sem þrýstir dapurleik
sínum á svip húsanna, afskramir andlit manna með hráblautri grímu, læsir
sig inn í hvern þráð í fötum þeirra og gerir þau þung og andstyggileg. Göt-
urnar eru slepjaðar eins og ógeðslegt orðbragð, og yfir þeim grúfir ömurleg
þögn, sem aðeins er rofin af bílum, sem skjótast með snöggu veini fyrir