Skírnir - 01.04.1989, Side 157
SKÍRNIR
HALLDOR STEFANSSON . . .
151
og unnendur í faðmlögum“ (bls. 135). Og þegar elskendurnir sigla
frá landi segir: „Himininn [svo] yfir höfðum þeirra með gráum
skýjaflókum eins og hugsanir gamalmennis“ (bls. 136). Þessar við-
líkingar spretta upp af efninu, svo það kemur þá þeim mun meira
við lesendur. Aðrar viðlíkingar eru langsóttari, án þess að séð verði
bein ástæða fyrir þeim: „Snöggklæddur maður, gleiður eins og illa
skrifað X, slær á einu túninu" segir í II. k. sömu sögu (bls. 134).
Annarleiki líkingarinnar má þá sýna hugarstríð prestsins fyrir við-
skilnaðinn við konu hans. I síðustu sögu fyrstu bókarinnar, „Ný-
málað“, er ámóta langsótt viðlíking, þegar söguhetjan stígur í land
í Reykjavík, og finnst greinilega mikið til koma: „svefninn og sjó-
veikin hrundu utan af Páli Jónssyni eins og morgunkjóll utan af
vinnukonu sem er að flýta sér á danzleik" (bls. 146). Smásagan
„Réttur“ frá 1931 hefst á sviðsetningu, dæmigerðu þorpi er lýst í
formi mataruppskriftar. Þessi langsótta líking - í samræmi við tví-
ræðni titilsins - hefur á sér hlutlægnisyfirbragð náttúrufræði. En
þegar einstakir liðir hennar eru skoðaðir, kemur í ljós eindregin
stjórnmálaafstaða. Frumefnið er mold, síðan koma til öreigar (það
orð notuðu þá kommúnistar einir). Kryddið er tár, kaupmaður er
til skrauts (og þá í rauninni engin nauðsyn), hinsvegar er prestur
talinn nauðsynlegri en læknir. Það er í samræmi við hlutlægan
raunveruleikann að því leyti, að miklu meira var um presta en
lækna, en auðvitað er verið að hæðast að þeirri skipan mála. Lok
þessarar lýsingar sýna fram á að mannlífið í þessu dæmigerða ís-
lenska þorpi búi við sama böl og það sem ríkir í erlendum stórborg-
um:
Þetta er ódýr réttur og fullur af bætiefnum, svo sem þrældómi, fylliríi,
barneignum, guðsorði, gleði og sorgum, og yfirleitt öllu því sem er í öðrum
réttum, þó þeir séu fínni, og heiti eitthvað merkilegra, til dæmis stórborg
eða konungsríki. (bls. 133)
Sjá má tvennskonar langsóttar viðlíkingar í smásögunni „Dauð-
inn á 3. hæð“. Annarsvegar er einhverju úr mannheimum líkt við
náttúruna, t. d. er hljómlist líkt við fljót í leysingum (bls. 22): „kol-
mórauður jazzinn fyllir stofuna“. Kaupmanninum er líkt við fer-
líkið í hjólbarðaauglýsingu Michelin en ámóta langsótt er viðlík-