Skírnir - 01.04.1989, Side 158
152
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
ingin við náttúruna (bls. 20-21): „Þá kom allt í einu líf í hið svip-
lausa andlit hans með fitufellingunum, það sprakk eins og gróður-
moldin á vorin [...] og hristi vinstri fótinn, eins og þegar kýr slettir
úr klauf“.
Meira ber þó á viðlíkingum sem eru andstæðar þessum þannig,
að náttúrulegum fyrirbærum er líkt við eitthvað í mannlífinu. Sag-
an hefst á eyðileggingu: „Myrkrið hvolfist yfir borgina eins og blek
yfir handrit“. Síðan koma neikvæðar viðlíkingar : „Regnið small á
rúðunum eins og ókurteis stóryrði, stormurinn þröngvaði því inn
með gluggapóstunum, svo það rann dónalega ofan á gólfið, ef ekki
var við gert í tíma“ (bls. 19). Og í upphafi sögunnar: „svaðið leitar
undan fótum manns eins og óábyggilegt loforð [um atvinnu?]. Það
gúlpar ofurlítið í sjónum við steinbryggjuna eins og lokasnökkt í
krakka eftir afstaðnar sktelur.“ Nálæg þessu er viðlíking á bls. 53:
„Eg er farinn, sagði atvinnuleysinginn. Hann seig hljóðlega út um
dyrnar án þess að bjóða góða nótt. Það var eins og vond lykt væri
að rjúka út um gættina.“ Og um kyndarann segir, að „skuggi hans
seildist eins og Ijótur sjúkdómur upp eftir manninum, sem sat á
rúmfletinu“ (bls. 17).
Sumt af þessu er huglægt, líkt og við sáumí sögunni „Dulmögn",
en allt gerir þetta efnið nærgöngulla en ella, þ.e. sýnir óbeint sálar-
ástand atvinnuleysingjans. Við sjáum að hér er efnislegum fyrir-
bærum, náttúrlegum eða manngerðum, líkt við eitthvað neikvætt,
jafnvel ömurlegt í fari fólks. Jákvæðari (samkvæmt hneigð sögunn-
ar) er viðlíking af sama tagi í sögulok: „Uti hamast regnið eins og
bylting.“ Svipað hlutverk og viðlíkingar hefur einnig lokasetning-
in: „Nóttin er svört“ - því það verður að telja óþarfar upplýsingar
(eins og að lögregluþjónar séu svartklæddir hér að framan), svo að
orðin segja þá annað en virðist í fljótu bragði, þau skapa andrúms-
loft, bölsýni á núverandi ástand.
Ef finna má eitthvað sameiginlegt þessum líkingum og hinum
fyrrtöldu, þá er það einmitt fjarlægðin milli þess sem talað er um og
hins sem því er líkt við. Jafnframt verður persónulegt sjónarmið
áberandi í stílnum, andstætt hlutlægnisstefnunni. Þessar langsóttu,
nýstárlegu viðlíkingar Halldórs sýnast mér vera nýjung í íslensk-
um bókmenntum í byrjun 4. áratugsins. Vissulega er margt ókann-
að um prósastíl þess tíma. Þessar viðlíkingar eru í þremur síðustu